mánudagur, febrúar 26, 2007
Það lítur út fyrir að litli snáðinn ætli að verða nískur á brosin, hann er orðinn sjö vikna gamall og hefur bara einu sinni brosað í alvöru til mín, hann er líklega hundleiður á þessu stanslausa brosbetli og harðákveðinn í að halda brosinu fyrir sjálfan sig um sinn, mér finnst þetta frekar fúlt og er að hugsa um að teikna bros á andlitið á barninu. Sá hlær best sem síðast hlær... eða eitthvað.
Annars er stórra tíðinda að vænta í vikunni en fyrst um sinn eru þau leyndó.
laugardagur, febrúar 24, 2007
Ég er svo ósammála að það hálfa er bæði barma og bakkafullur lækur.
Hræsnin er algjör að neita fólki sem hefur að atvinnu starfsgrein sem fólki er ílla við og það samkvæmt könnun er það minnihluti að auki! Og það af hóteli sem sýnir svo jafnvel þeirra vöru í sjónvarpinu. Hvurn fjandann kemur okkur við hvað þeir ætla að snakka inná einhverjum hótelsal þetta er fólk sem kemur til þess að skemmta sér og ræða viðskipti.
Hversu margir hafa dáið í nafni auðvalds og olíugróða, Eruði pottþéttar að brækurnar ykkar, föt og fótboltar barnana séu ekki saumaðar í höndum lítilla barnaþræla sem eru föst í einhverjum þriðjaheims swetshop holu? seld í ánauð eða vinna bara fyrir loft og skít! hvernig er samviskan þegar þið smeygjið ykkur í fötinn á morgnana? eða þegar þið keyrið af stað í bílnum sem er knúin af blóðolíu?
Svo hefðu þeir átt að neita þeim frá upphafi og ekki átt að bóka handa þeim herbergi og láta svo undan þrýstingi borgaryfirvalda og minnihlutans sem er rauninn.
Vér mótmælum allur.
JC | 02.23.07 - 4:28 am | #
Það skiptir ekki máli hvort fólki er vel eða illa við starfsgreinina ef hún er ólögleg. Eitthvað myndi líklega heyrast ef dópframleiðendur eða melludólgar ákvæðu að hittast hér og ræða framleiðsluna og dreifinguna. Hvorugt er ólöglegt í Hollandi t.d. Töluverður fjöldi fólks lítur þessa starfsgrein hornauga og það er ástæða fyrir því. Klám sýnir konur, karla og börn sem viljugar kynlífsbrúður þeirra sem kæra sig um. Það að einhverjir skuli taka það nærri sér er ekkert skrítið, það er ekki svo langt síðan íslenskar konur voru nánast í eigu eiginmanna eða húsbænda og máttu sætta sig við margt sem engin okkar gerir í dag og flokkast jafnvel sem ólöglegt athæfi. Viljum við hverfa aftur til þeirra tíma?
fimmtudagur, febrúar 22, 2007
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
þriðjudagur, febrúar 20, 2007
Ég lagaði aðeins til í hlekkjunum í tilefni dagsins og nú ættu allir sem hafa staðið í flutningum að vera komnir á réttan stað.
Nú þarf ég að skipta á kúkableyju.
föstudagur, febrúar 16, 2007
Ég hvet alla til að mótmæla klámiðnaði með sýnilegum hætti, svipað og gert var þegar Kínaforseti þvældis um klakann.
Að lokum ítreka ég að ég er femínisti og ég er stolt af því.
fimmtudagur, febrúar 15, 2007
Tvær hefðardömur og 4 piltar heimsóttu okkur í dag og hér slógum við upp heljarinnar veislu með heimabökuðum brauðum og tesco smartískökum, þetta þýddi reyndar að ég þurfti að fara á fætur eldsnemma og er því alveg úrvinda núna en það er nú alveg á sig leggjandi að vakna klukkan tíu fyrir svona félagsskap. Kannski ég geri það bara einhvern tímann aftur.
Kaffikella ákvað að veita mér félagsskap um helgina svo hér mun ríkja taumlaus gleði. Í takt við það hvet ég ykkur til að veita laginu um Heiðu og heilann hennar brautargengi í júróvisjón.
Góðar stundir.
laugardagur, febrúar 10, 2007
föstudagur, febrúar 09, 2007
Nei annars, það er ég sem er heppin þar sem tveir sætustu strákar í heimi ætla að veita mér félagsskap. Sá stóri var að byrja í vetrarfríi og sá litli er að fá fagurblá augu Litladalsættarinnar. Við ætlum að hafa það huggulegt hérna saman og erum búin að fylla alla skápa af alls kyns góðgæti ef ske kynni að það héldi áfram að snjóa þótt ekki sé það líklegt í augnablikinu. Nú ætla ég hins vegar að horfa á lélega hrollvekju. Sæl að sinni.
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
Ég get ekki annað en orðið við þeirri beiðni að setja inn mynd af Emil enda ótrúlega montin af honum. Þessi er nú samt c.a. tveggja vikna gömul og nýrri myndir verða að bíða betri tíma þar sem myndavélin er batteríslaus, lofa samt að það verður ekki of lengi.
Íslenska nemöndin er hér stödd og ég get svarið það, mig langar að eiga hana. Hún passar, ryksugar, setur í uppþvottavél, eldar OG er skemmtileg! Með hennar hjálp er jafnvel möguleiki á að mér takist að snúa sólarhringnum við og læðast aftur í heim lifenda.
Í dag skruppum við út vorið og önduðum að okkur tiltölulega ómenguðu lofti, stefnum svo að því að sukka all rækilega með súrefnið á morgun í tilefni þess að helgin er á næsta leiti. Móðir mín elskuleg er svo væntanleg á laugardag til að líta nýjasta afleggjarann augum.
Eftirfarandi skilaboð skrifaði eldri sonurinn til mín í gær:
"Ég elsga ðig rosalega mykið
frá Leifi."
Þetta er yndislegt líf.