Póstkort frá Spáni
Hola!
Thad er aldeilis blída hér hjá spanjólunum og vid erum ordin sólbrún og saet, a.m.k. vid Leifur. Salómon er líklega meira svona bleikur og Thór hefur varla séd sólina thar sem hann er búinn ad standa í framkvaemdum sídan vid komum. Ótrúlegt med thessa karlmenn, their kunna engan veginn ad vera í fríi og thegar fjórir svoleidis koma saman thá er vodinn vís. Vid fórum á aedislegan veitingastad í gaer en Salli litli er ordinn svo kraefur ad vekja mig um midjar naetur og heimta meira ad borda, ég hef aldrei vitad annad eins.
Thad dugar ekki ad hanga inni thegar madur getur frosid í hel í koldustu laug í heimi svo ég segi bara adios eina ferdina enn.
P.s. Koss og knús til mommu og pabba, restina af kvedjunni fá allir sem vilja thekkja mig.
þriðjudagur, september 26, 2006
föstudagur, september 22, 2006
Mér liggur svolítið á hjarta.
Íslenskur ríkisborgari flytur með ófríska konu sína heim á klakann en vegna seinagangs í kerfinu fær hún ekki fría mæðravernd.
Þrír Íslendingar, þar af einn þungaður, flytja til Bretlands. Öll eru strax skráð inn í heilbrigðiskerfið og ólétti Íslendingurinn fær fría mæðravernd, lyfseðilsskyld lyf og tannlæknaþjónustu ókeypis á meðgöngunni og fyrsta árið eftir fæðingu.
Hvort heilbrigðiskerfið er betra?
Adios aftur.
Íslenskur ríkisborgari flytur með ófríska konu sína heim á klakann en vegna seinagangs í kerfinu fær hún ekki fría mæðravernd.
Þrír Íslendingar, þar af einn þungaður, flytja til Bretlands. Öll eru strax skráð inn í heilbrigðiskerfið og ólétti Íslendingurinn fær fría mæðravernd, lyfseðilsskyld lyf og tannlæknaþjónustu ókeypis á meðgöngunni og fyrsta árið eftir fæðingu.
Hvort heilbrigðiskerfið er betra?
Adios aftur.
Spánn er það heillin!
Á sama tíma á morgun verð ég lent á Spáni og vonandi sest upp í bílaleigubílinn. Tengdó eru með hús á leigu og skjóta skjólshúsi yfir okkur. Ég efast um að þessi vika verði sérstaklega menningarleg enda er planið bara að hanga á ströndinni, lesa og borða góðan mat. Sjáumst eftir rúma viku.
Adios amigos.
Á sama tíma á morgun verð ég lent á Spáni og vonandi sest upp í bílaleigubílinn. Tengdó eru með hús á leigu og skjóta skjólshúsi yfir okkur. Ég efast um að þessi vika verði sérstaklega menningarleg enda er planið bara að hanga á ströndinni, lesa og borða góðan mat. Sjáumst eftir rúma viku.
Adios amigos.
Ég hef séð margt ljótt um ævina en aldrei neitt jafn hryllilega ljótt og peysuna sem ég sá áðan og það sorglegasta við hana er að hún kostaði örugglega stórfé. Það skiptir kannski ekki öllu máli þar sem eigandinn veður örugglega í seðlum eftir síðasta bankarán. Peysan var svo ljót að hún jaðraði við að vera flott.
miðvikudagur, september 20, 2006
mánudagur, september 18, 2006
fimmtudagur, september 14, 2006
Ég dirfðist að benda vinkonu minni, apanum í tekinu, á að prófa blogspot og nú get ég ekki lengur kommentað á blogsentralpunkturis síðuna hennar. Fyrr má nú a*******ns (mömmu finnst ég blóta of mikið og eins og áður hefur komið fram þá geri ég nánast allt fyrir hana) fyrr vera! Ég get a.m.k. upplýst það að það er kominn einfaldur og þægilegur fítus til að setja myndir inn á blogspot, hvort sem þær eru manns eigin eða þjófstolnar af alnetinu.
Rokkstjörnuúrslitin voru fyrirséð en ekki er hægt að segja annað en að Magni hafi staðið sig með prýði, Lúkas og Toby unnu á eftir því sem leið á keppnina þótt mér finnist Toby kannski ekkert æðislegur tónlistarmaður þá er hann samt fyndinn og fær rokkprik fyrir það. Dilana skeit svolítið í skóna sína með ummælum um aðra keppendur og vanþekkingu á rokki en samt sem áður á hún bestu frammistöðuna; Ring of fire.
Ég keypti diskinn hans Péturs Ben í fríhöfninni og líkar vel, það besta við hann er samt að foreldrar mínir og bróðir fá sérstakar þakkir á umslaginu fyrir þolinmæði. Nú ætla ég samt að skipta og setja tiltektardiskinn á, Life is too good, eftir mikla leit fékk ég hann loks fyrir kúk og kanil hjá dr. Gunna í "sumar" og það á sjálfan afmælisdaginn.
Rokkstjörnuúrslitin voru fyrirséð en ekki er hægt að segja annað en að Magni hafi staðið sig með prýði, Lúkas og Toby unnu á eftir því sem leið á keppnina þótt mér finnist Toby kannski ekkert æðislegur tónlistarmaður þá er hann samt fyndinn og fær rokkprik fyrir það. Dilana skeit svolítið í skóna sína með ummælum um aðra keppendur og vanþekkingu á rokki en samt sem áður á hún bestu frammistöðuna; Ring of fire.
Ég keypti diskinn hans Péturs Ben í fríhöfninni og líkar vel, það besta við hann er samt að foreldrar mínir og bróðir fá sérstakar þakkir á umslaginu fyrir þolinmæði. Nú ætla ég samt að skipta og setja tiltektardiskinn á, Life is too good, eftir mikla leit fékk ég hann loks fyrir kúk og kanil hjá dr. Gunna í "sumar" og það á sjálfan afmælisdaginn.
þriðjudagur, september 12, 2006
Hvernig í veröldinni er hægt að reiðast ókunnu fólki jafn heiftarlega og ég reiddist strætóbílstjóra í morgun? he****** beinið neitaði að taka við 20 punda seðli svo að ég gat ekki keypt mér stætókort og þurfti að skrapa saman klinki fyrir einu fari. Ástæðan? Jú, sjáðu til... það er svo mikið af fölsuðum 20 punda seðlum í umferð.
Hvað kemur MÉR það við? Því í ósköpunum er þá ekki búið að leggja þetta rusl af fyrst þetta er einskis virði? Ég get svo svarið að ég var nærri farin að grenja og mátti hafa mig alla við til að sleppa því (hér held ég að það sé tímabært að minna lesendur á óeðlilegt hormónaflæði og geðsveiflur ófrískra kvenna, einnig vil ég koma því á framfæri að ég hef verið hrædd við trúða síðan ég sá It). Ætli ég fari ekki og leggi mig aðeins.
mánudagur, september 11, 2006
*klapp klapp klapp*
Það er boðið upp á heitan mat í skóla snillingsins og hollusta er höfð í fyrirrúmi. Okkur þótti mjög hentugt að kaupa handa honum mat þann stutta tíma sem hann var í skólanum fyrir sumarfrí og ákváðum að halda því áfram, fyrstu þrjá dagana á nýju skólaári þurftum við samt að senda drenginn með nesti og ég lagði töluverðan metnað og vinnu í að senda hann með eitthvað hollt sem héldi honum gangandi allan daginn. Snáðinn skildi samt ekki hvers vegna hann mátti ekki fá snakk í nesti eins og aðrir bekkjarfélagar hans. Mér finnst ótrúlegt að meirihluti foreldra velji að senda börnin með rusl í skólann á hverjum degi þegar boðið er upp á fína máltíð, ég tala nú ekki um eftir að það var sett í lög að skólamatur væri mannamatur.
Það er boðið upp á heitan mat í skóla snillingsins og hollusta er höfð í fyrirrúmi. Okkur þótti mjög hentugt að kaupa handa honum mat þann stutta tíma sem hann var í skólanum fyrir sumarfrí og ákváðum að halda því áfram, fyrstu þrjá dagana á nýju skólaári þurftum við samt að senda drenginn með nesti og ég lagði töluverðan metnað og vinnu í að senda hann með eitthvað hollt sem héldi honum gangandi allan daginn. Snáðinn skildi samt ekki hvers vegna hann mátti ekki fá snakk í nesti eins og aðrir bekkjarfélagar hans. Mér finnst ótrúlegt að meirihluti foreldra velji að senda börnin með rusl í skólann á hverjum degi þegar boðið er upp á fína máltíð, ég tala nú ekki um eftir að það var sett í lög að skólamatur væri mannamatur.
Héðan er lítið að frétta, a.m.k. lítið spennandi.
Ég tók upp úr síðustu kössunum í gær og þvoði skrilljón þvottavélar en úti skein sólin glatt, fullglatt fyrir minn smekk. Í morgun stóð valið á milli þess að leggja mig eða koma mér út og koma þannig reglu á svefninn eftir sumarfríið, ég valdi regluna og eyddi deginum að mestu í bókabúðum og slefaði yfir alls kyns skruddum. Nú er ég lúin en ætla að halda mér vakandi þar til rockstar er búið (hvað með það þó ég hafi horft á þennan þátt á Íslandi um daginn? Er ég eitthvað verri manneskja fyrir því?). Andlaus og leiðinleg færsla, ég veit.
Ég tók upp úr síðustu kössunum í gær og þvoði skrilljón þvottavélar en úti skein sólin glatt, fullglatt fyrir minn smekk. Í morgun stóð valið á milli þess að leggja mig eða koma mér út og koma þannig reglu á svefninn eftir sumarfríið, ég valdi regluna og eyddi deginum að mestu í bókabúðum og slefaði yfir alls kyns skruddum. Nú er ég lúin en ætla að halda mér vakandi þar til rockstar er búið (hvað með það þó ég hafi horft á þennan þátt á Íslandi um daginn? Er ég eitthvað verri manneskja fyrir því?). Andlaus og leiðinleg færsla, ég veit.
föstudagur, september 08, 2006
fimmtudagur, september 07, 2006
miðvikudagur, september 06, 2006
þriðjudagur, september 05, 2006
sunnudagur, september 03, 2006
föstudagur, september 01, 2006
Þetta er að finna í færslu frá síðustu mánaðarmótum:
"mig langar í útilegu með foreldrum mínum og systkynum, mig langar að grilla með vinkonum mínum, mig langar í skyr og ab-mjólk, mig langar að setjast upp í bíl og keyra, mig langar að vera barnlaus í smá stund, mig langar að geta keypt ostasósu og venjulegt seríós."
Það varð ekkert úr útilegu þar sem allir eru meira og minna lasnir nema ég en að sjálfsögðu er ég búin að hitta alla og eyða með þeim mislöngum tíma. Í kvöld erum við snillingurinn boðin í grillveislu hjá vinkonum okkar, tvær hef ég hitt á kaffihúsi, þrjár borðuðu með mér humar á Stokkseyri og þrjár hitti ég í saumaklúbbi yfir súkkulaðiköku og Supernovu. Ég er bæði búin að borða skyr og ab-mjólk og hef verið á bíl síðan ég kom, það er reyndar ofmetið. Leibbalingurinn hefur aldeilis verið í félagsskap við aðra en mig en ég verð ekki alveg barnlaus fyrr en í janúar, Salómon (vinnuheiti) er nefnilega að verða ansi fyrirferðamikill. Ostasósuna og seríósið ætla ég að kaupa á morgun og hugsanlega fær fleira góðgæti að fljóta með. Að auki leit ég fallegan, nýfæddan frænda augum og fór út með meira en ég kom með og hitti leikfélaga mína í Þorpinu. Við erum búin að gista á þremur stöðum og alls staðar erum við meðhöndluð eins og prinsessan á bauninni. Annað kvöld er ég boðin í afmæli hjá mági mínum og á sunnudag liggur leiðin heim á ný. Það sem uppúr stendur er hversu góða fjölskyldu og yndislega vini við eigum (væmni dagsins var í boði Lyfju).
"mig langar í útilegu með foreldrum mínum og systkynum, mig langar að grilla með vinkonum mínum, mig langar í skyr og ab-mjólk, mig langar að setjast upp í bíl og keyra, mig langar að vera barnlaus í smá stund, mig langar að geta keypt ostasósu og venjulegt seríós."
Það varð ekkert úr útilegu þar sem allir eru meira og minna lasnir nema ég en að sjálfsögðu er ég búin að hitta alla og eyða með þeim mislöngum tíma. Í kvöld erum við snillingurinn boðin í grillveislu hjá vinkonum okkar, tvær hef ég hitt á kaffihúsi, þrjár borðuðu með mér humar á Stokkseyri og þrjár hitti ég í saumaklúbbi yfir súkkulaðiköku og Supernovu. Ég er bæði búin að borða skyr og ab-mjólk og hef verið á bíl síðan ég kom, það er reyndar ofmetið. Leibbalingurinn hefur aldeilis verið í félagsskap við aðra en mig en ég verð ekki alveg barnlaus fyrr en í janúar, Salómon (vinnuheiti) er nefnilega að verða ansi fyrirferðamikill. Ostasósuna og seríósið ætla ég að kaupa á morgun og hugsanlega fær fleira góðgæti að fljóta með. Að auki leit ég fallegan, nýfæddan frænda augum og fór út með meira en ég kom með og hitti leikfélaga mína í Þorpinu. Við erum búin að gista á þremur stöðum og alls staðar erum við meðhöndluð eins og prinsessan á bauninni. Annað kvöld er ég boðin í afmæli hjá mági mínum og á sunnudag liggur leiðin heim á ný. Það sem uppúr stendur er hversu góða fjölskyldu og yndislega vini við eigum (væmni dagsins var í boði Lyfju).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)