Það kviknaði hjá mér smá pæling þegar ég las færslu hjá Hildigunni þar sem hún var að velta fyrir sér hvernig linkalistinn liti út eftir tíu ár.
Ætli ég verði enn að blogga eftir tíu ár?
Eftir tíu ár verð ég 41 árs. Ég á frekar erfitt með að sjá fyrir mér að fína frúin sem ég verð, setjist niður milli kvenfélagsfunda og tedrykkju til þess að blogga, samt eru margir bloggarar sem ég les að nálgast fertugt eða þegar orðnir það.
Ég var reyndar rétt í þessu að fatta að ég átti tveggja ára bloggafmæli fyrir tveimur dögum og akkúrat þá var ég í feiknastuði. Mér finnst þetta enn gaman og á meðan svo er þá mun ég halda þessu áfram, enda er blogg í eðli sínu sjálfhverft.
föstudagur, september 30, 2005
þriðjudagur, september 27, 2005
Þið músíkölsku lesendur!
Hvar fæ ég létta og skemmtilega bók til að rifja upp nótnalestur?
Ég hef ekki lesið nótur síðan ég var barn en langar óskaplega til að byrja aftur.
Ég missti röddina á kóræfingu í gær.
Í dag er einhver kvefdrulla að skríða í mig.
Á laugardag á ég að syngja opinberlega í fyrsta skipti í mörg ár.
Einhver fleiri ráð en sólhattur og c vítamín?
Hvar fæ ég létta og skemmtilega bók til að rifja upp nótnalestur?
Ég hef ekki lesið nótur síðan ég var barn en langar óskaplega til að byrja aftur.
Ég missti röddina á kóræfingu í gær.
Í dag er einhver kvefdrulla að skríða í mig.
Á laugardag á ég að syngja opinberlega í fyrsta skipti í mörg ár.
Einhver fleiri ráð en sólhattur og c vítamín?
Þetta sBaugsmál er orðið hið undarlegasta og eiginlega til vansa fyrir alla sem að því koma en bojoboj hvað það hefur mikið skemmtanagildi.
Ég get ekki beðið eftir bókinni hennar Bónínu*.
*Uppnefni þessu þjófstal ég frá ágætum bloggara og vona að ég fái ekki skömm í hattinn fyrir.
Ég get ekki beðið eftir bókinni hennar Bónínu*.
*Uppnefni þessu þjófstal ég frá ágætum bloggara og vona að ég fái ekki skömm í hattinn fyrir.
mánudagur, september 26, 2005
Mig dreymdi draum.
Ég var að hafa mig til fyrir Franz Ferdinand tónleika þegar ég fékk þær fréttir frá gamalli skólasystur sem starfaði hjá kærunefnd bloggara að einn slíkur hefði margoft kært mig en kærunni alltaf verið vísað frá sem mesta bulli og vitleysu. Bloggarinn hataði mig hins vegar heitt og innilega og fór ekki dult með það á bloggsíðunni www.ljufa.blogspot.com. Hann hafði semsagt, mér til háðs, tekið upp nafnið mitt að viðbættum fáeinum tvöföldum vöffum og opnað eigin síðu, ári eftir að ég byrjaði. Hann (því þetta var svo sannarlega karlmaður) skrumskældi allar færslur mínar á sinni síðu og vann að því hörðum höndum að fá einkarétt á urlinu mínu. Ég þekkti ekki ástæðurnar fyrir þessu einelti, líklega leiddist honum bloggið mitt bara svona óskaplega. Ég missti af tónleikunum þar sem ég fattaði að þeir voru í öðru landi og að ég átti ekki miða.
Kannski er ekki hollt að lesa Pratchett fyrir svefninn.
Ég var að hafa mig til fyrir Franz Ferdinand tónleika þegar ég fékk þær fréttir frá gamalli skólasystur sem starfaði hjá kærunefnd bloggara að einn slíkur hefði margoft kært mig en kærunni alltaf verið vísað frá sem mesta bulli og vitleysu. Bloggarinn hataði mig hins vegar heitt og innilega og fór ekki dult með það á bloggsíðunni www.ljufa.blogspot.com. Hann hafði semsagt, mér til háðs, tekið upp nafnið mitt að viðbættum fáeinum tvöföldum vöffum og opnað eigin síðu, ári eftir að ég byrjaði. Hann (því þetta var svo sannarlega karlmaður) skrumskældi allar færslur mínar á sinni síðu og vann að því hörðum höndum að fá einkarétt á urlinu mínu. Ég þekkti ekki ástæðurnar fyrir þessu einelti, líklega leiddist honum bloggið mitt bara svona óskaplega. Ég missti af tónleikunum þar sem ég fattaði að þeir voru í öðru landi og að ég átti ekki miða.
Kannski er ekki hollt að lesa Pratchett fyrir svefninn.
laugardagur, september 24, 2005
fimmtudagur, september 22, 2005
Mig vantar skemmtilegt og vel launað starf með sveigjanlegum vinnutíma og miklum fríðindum.
Fyrr í dag fór ég og kynnti mér aðstæður á einum vinnustað en starfið sem var í boði er algjört skítadjobb og launin ekki mönnum bjóðandi. Vinnuveitandinn er reyndar svo áfjáður í að fá mig til starfa að hann ætlar að búa til snyrtilegt starf handa mér ef hann fær umboð til þess og það þrátt fyrir að ég er orðin alveg glær í framan og með augabrúnir út um allt. Samt ætla ég í plokkun og litun á eftir, hver veit nema það auki eftirspurnina umtalsvert. Ég myndi aldrei ráða glæra, loðna manneskju í ábyrgðastarf.
Fyrr í dag fór ég og kynnti mér aðstæður á einum vinnustað en starfið sem var í boði er algjört skítadjobb og launin ekki mönnum bjóðandi. Vinnuveitandinn er reyndar svo áfjáður í að fá mig til starfa að hann ætlar að búa til snyrtilegt starf handa mér ef hann fær umboð til þess og það þrátt fyrir að ég er orðin alveg glær í framan og með augabrúnir út um allt. Samt ætla ég í plokkun og litun á eftir, hver veit nema það auki eftirspurnina umtalsvert. Ég myndi aldrei ráða glæra, loðna manneskju í ábyrgðastarf.
miðvikudagur, september 21, 2005
þriðjudagur, september 20, 2005
mánudagur, september 19, 2005
Þau fimm sem ég klukkaði hafa öll staðið sína pligt og fá að launum eilíft þakklæti. Reyndar var Pezkallinn með einhvern derring og sendi til baka áskorun á mig. Ég á semsagt að semja tvo lista, hvorn um sig a.m.k. fimm atriði.
Fjórtán hlutir sem ég held upp á þótt enginn annar geri það:
1. Fílasaltlakkrísreimar
2. Kvöldsögur á Bylgjunni
3. Pandasúkkulaði með hindberjafyllingu
4. Myndirnar á veggnum í bílskúrnum
5. Íslenskir þjóðdansar
6. Leiðarljós
7. Tarzanblöð
8. Ostur á pylsu í brauði
9. Fíflar
10. Kolbrún Halldórsdóttir
11. Family guy
12. Kirkjugarðar
13. Kebab
14. Sköllóttir karlmenn
Tíu hlutir sem ég þoli ekki en (sumir) aðrir elska:
1. Jarðaberjasulta
2. Támjóir skór
3. Breezer
4. Sálin hans Jóns míns (þ.e. bandið)
5. Grínmyndir sem byggjast á vandræðagangi
6. Indverskur matur
7. Farsímar með myndavélum
8. Framhaldsmyndir frá Disney
9. Fótbolti
10. Andrea Boccelli
Svo hata ég fullorðið fólk sem getur ekki skrifað einföld orð eins og "eitthvað" á eðlilegan máta.
Þa hlídur a vera eikkva a folki sem sgrivar sona. En flest sæmilega þenkjandi fólk er líklega sammála mér.
Jæja, mér er það í sjálfsvald sett hvort ég skora á fleiri en þar sem allir eru uppteknir af klukkinu þá ætla ég ekki að skora á neinn en hvet ykkur öll til þess að skrifa svona lista.
Fjórtán hlutir sem ég held upp á þótt enginn annar geri það:
1. Fílasaltlakkrísreimar
2. Kvöldsögur á Bylgjunni
3. Pandasúkkulaði með hindberjafyllingu
4. Myndirnar á veggnum í bílskúrnum
5. Íslenskir þjóðdansar
6. Leiðarljós
7. Tarzanblöð
8. Ostur á pylsu í brauði
9. Fíflar
10. Kolbrún Halldórsdóttir
11. Family guy
12. Kirkjugarðar
13. Kebab
14. Sköllóttir karlmenn
Tíu hlutir sem ég þoli ekki en (sumir) aðrir elska:
1. Jarðaberjasulta
2. Támjóir skór
3. Breezer
4. Sálin hans Jóns míns (þ.e. bandið)
5. Grínmyndir sem byggjast á vandræðagangi
6. Indverskur matur
7. Farsímar með myndavélum
8. Framhaldsmyndir frá Disney
9. Fótbolti
10. Andrea Boccelli
Svo hata ég fullorðið fólk sem getur ekki skrifað einföld orð eins og "eitthvað" á eðlilegan máta.
Þa hlídur a vera eikkva a folki sem sgrivar sona. En flest sæmilega þenkjandi fólk er líklega sammála mér.
Jæja, mér er það í sjálfsvald sett hvort ég skora á fleiri en þar sem allir eru uppteknir af klukkinu þá ætla ég ekki að skora á neinn en hvet ykkur öll til þess að skrifa svona lista.
Meiri keðjuvitleysa
1. Go into your LJ’s /blogs archive.
2. Find your 23rd post (or closest to).
3. Find the fifth sentence (or closest to).
4. Post the text of the sentence in your blog along with these instructions.
Þar sem færslan var stutt ætla ég að birta hana í heild:
laugardagur, október 11, 2003
Ó MÆ GOD!!!
Það er samsæri í gangi og ég skal komast að því hver ber ábyrgð á því. Það er hætt að framleiða fílasaltlakkrísreimar!!!
Þetta er reginhneyksli!
Skyldu bókmenntafræðingar standa fyrir þessu?
Síðar komst ég að því að þetta var lygi biturs vídeóleigueiganda.
1. Go into your LJ’s /blogs archive.
2. Find your 23rd post (or closest to).
3. Find the fifth sentence (or closest to).
4. Post the text of the sentence in your blog along with these instructions.
Þar sem færslan var stutt ætla ég að birta hana í heild:
laugardagur, október 11, 2003
Ó MÆ GOD!!!
Það er samsæri í gangi og ég skal komast að því hver ber ábyrgð á því. Það er hætt að framleiða fílasaltlakkrísreimar!!!
Þetta er reginhneyksli!
Skyldu bókmenntafræðingar standa fyrir þessu?
Síðar komst ég að því að þetta var lygi biturs vídeóleigueiganda.
sunnudagur, september 18, 2005
föstudagur, september 16, 2005
Það er einhver klukkleikur í gangi á meðal íslenskra bloggara og I´ve been hit. Sem þýðir að ég á að segja telja upp fimm staðreyndir um sjálfa mig. Loksins fæ ég afsökun til að blogga um mig og mig eina (bíddu... en þú ert endalaust að blaðra um sjálfa þig! Nú? Ég hélt að ég væri að þessu til að bjarga heiminum, auðvitað skrifa ég um sjálfa mig, ég meina... hvering er annað hægt? Þú veist að ég er æði er það ekki? En hvað með öll börnin sem svelta og eru beitt ofbeldi? Geta þau ekki bara bloggað sjálf? Sjálfumglaða drósin þín!)
1. Ég þoli ekku sjálfumglatt fólk.
2. Mig langar ótrúlega mikið í hund.
3. Ég er ekki enn búin að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.
4. Mig langar að skoða Machu Picchu en er hrædd um að ég eigi aldrei eftir að gera það.
5. Mig dreymir í lit.
Reglurnar eru þær að ég á nú að klukka fimm aðra. Þau heppnu eru Parísardaman, Hr. Pez, Uppglenningur, Magnþóra og Hjördís.
1. Ég þoli ekku sjálfumglatt fólk.
2. Mig langar ótrúlega mikið í hund.
3. Ég er ekki enn búin að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.
4. Mig langar að skoða Machu Picchu en er hrædd um að ég eigi aldrei eftir að gera það.
5. Mig dreymir í lit.
Reglurnar eru þær að ég á nú að klukka fimm aðra. Þau heppnu eru Parísardaman, Hr. Pez, Uppglenningur, Magnþóra og Hjördís.
miðvikudagur, september 14, 2005
miðvikudagur, september 07, 2005
Það er gaman að bjóða fólki heim þegar maður hefur nægilegt pláss til að taka á móti því.
Það er merkilegt hve margt er öðruvísi þegar maður býr í stóru húsnæði, sem dæmi má nefna að ég er meira en helmingi fljótari að laga til í 200 fermetra húsinu mínu en ég var í 72 fermetra íbúðinni.
Ég sakna Hafnarfjarðar pínulítið en aðallega vegna nágrannanna ská á móti. Við erum hins vegar dugleg að hittast svo að þetta sleppur. Ég sakna höfuðborgarsvæðisins ekki baun, ég er hvort eð er enga stunda að skreppa þetta.
Þorpið er indælt. Á daginn berst inn til mín kliðurinn frá leikskólanum hinum meginn við göngustíginn, seinnipartinn og á kvöldin ríkir kyrrðin ein.
Á morgun ætla ég að byrja í kór nema mér verði úthýst fyrir falskan söng og almenn leiðindi.
Það er merkilegt hve margt er öðruvísi þegar maður býr í stóru húsnæði, sem dæmi má nefna að ég er meira en helmingi fljótari að laga til í 200 fermetra húsinu mínu en ég var í 72 fermetra íbúðinni.
Ég sakna Hafnarfjarðar pínulítið en aðallega vegna nágrannanna ská á móti. Við erum hins vegar dugleg að hittast svo að þetta sleppur. Ég sakna höfuðborgarsvæðisins ekki baun, ég er hvort eð er enga stunda að skreppa þetta.
Þorpið er indælt. Á daginn berst inn til mín kliðurinn frá leikskólanum hinum meginn við göngustíginn, seinnipartinn og á kvöldin ríkir kyrrðin ein.
Á morgun ætla ég að byrja í kór nema mér verði úthýst fyrir falskan söng og almenn leiðindi.
þriðjudagur, september 06, 2005
Í kommentakerfinu er mér brigslað um leti á bloggvellinum. Það er rétt, ég hef um annað að hugsa þessa dagana. Ég er að bíða eftir svari við atvinnuumsókn en þið fáið ekkert meira að vita, a.m.k. ekki í bili.
Í kvöld ætla ég að bjóða saumaklúbbnum mínum heim í fyrsta skipti síðan ég flutti svo að ég er farin að baka og skúra.
Í kvöld ætla ég að bjóða saumaklúbbnum mínum heim í fyrsta skipti síðan ég flutti svo að ég er farin að baka og skúra.
laugardagur, september 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)