sunnudagur, desember 23, 2007

þriðjudagur, desember 04, 2007

Af bloggþreytu og öðru ef ég mögulega nenni.

Þeir sem enn nenna að lesa þessa síðu (ef einhverjir eru) hafa kannski tekið eftir mikilli bloggdeyfð síðan ég flutti aftur heim. Ég hef hreinlega ekki eirð í mér til að skrifa nokkurn skapaðan hlut, er með einhvern athyglisbrest núna. Ég á í vandræðum með að lesa heila bók. Ég er með skrilljón bækur á náttborðinu og er byrjuð á þeim öllum, á bara voða erfitt með að halda mig við eina. Sunnudagskrossgáturnar fara auðar út í grænu tunnuna og blöðin fara sömu leið, ólesin. Það er eitthvað að mér.

Nú gefur þvottavélin til kynna að hún sé hætt að þvo svo mér er óhætt að henda í þurrkarann og fara í bælið.
 
eXTReMe Tracker