laugardagur, mars 31, 2007

Síðustu lepparnir á leið í töskuna og andvökunótt að bresta á.
Sí jú on ðe kleik!

föstudagur, mars 30, 2007

Sætir strákar





Öskubuska í austri og vestri...





Það er pínu geðvonska í gangi, ég er í fráhvörfum. Hef ekkert súkkulaði borðað í tvo daga og reyndar ekkert sætt, það er víst orðið tímabært að hætta sukkinu þegar ég er farinn að hakka í mig stórt Cadbury's stykki á einu kvöldi. Alein. Ég ætla reyndar að svindla á páskadag en fram að því mun ég gera mitt besta til að forðast sykurinn. Það er öllum fyrir bestu að tríta mig eins og drottningu á meðan ég er að komast yfir erfiðasta hjallann... eða bara alltaf.

Við fljúgum heim á sunnudaginn og ég held að ég hafi aldrei verið jafn spennt yfir neinu ferðalagi. Mér þætti vænt um að þið sem viljið hitta mig senduð mér tölvupóst svo ég geti skipulagt mig aðeins.

Adios.

mánudagur, mars 26, 2007

Við stóra fólkið erum að tapa okkur í tilhlökkun yfir væntanlegri Íslandsferð. Það er slæmt. Ég get ekki sofið, Þór getur ekki unnið, Leifur getur ekki lært og það er það versta þar sem hann á að skila annarverkefninu sínu í vikulok. Við verðum að yfirstíga þetta ef við ætlum að komast heim fyrir páska. Óþolandi þegar hugurinn fer of snemma í frí.

sunnudagur, mars 25, 2007

"Tréð góða
hristu þig
helltu gulli og silfri
yfir mig..."

Ég á alvöru öskubuskukjól.

föstudagur, mars 23, 2007

Mig dreymdi að ég hefði bloggað rosalega mikið.

miðvikudagur, mars 21, 2007

Heimsfrægðin knýr dyra!

Eða hvað ?

laugardagur, mars 17, 2007

Fólk getur komið manni ofboðslega mikið á óvart, jafnvel fólk sem maður þekkir vel eða telur sig þekkja vel. Kona nokkur hér í Northampton varð illyrmislega vör við þetta þegar lögreglan bankaði upp á hjá henni og tjáði henni að eiginmaður hennar hafi verið handtekinn þegar hann borgaði lögreglumanni undir hulu fyrir að koma henni fyrir kattarnef. Konuræflinum var augljóslega mjög brugðið þar sem hún taldi sig vera hamingjusamlega gifta, eiginmaðurinn sagði henni oft á dag hversu heitt hann elskaði hana og hafði gert í þau þrjú ár sem hjónabandið hafði staðið. Tilefnið var að komast yfir skitin 40 þúsund pund sem eru rúmar 5,2 milljónir ísl. kr.
Eiginmaðurinn var öryggisvörður í lítilli verslunarmiðstöð í miðbænum þar til í október á síðasta ári, það er því ansi líklegt að ég hafi mætt honum einu sinni eða tvisvar. Það er ekki nema hálfur mánuður síðan ég spjallaði við tvo öryggisverði í þessari sömu verslunarmiðstöð og ég ætla rétt að vona að ég hafi ekki truflað þá við bollaleggingar um morð.
Þess má til gamans geta að konan hefur sótt um skilnað frá hinum fláráða öryggisverði.

miðvikudagur, mars 14, 2007

Veitingaþjónusta Ljúfu tók í dag við sinni fyrstu pöntun. Kjötætan ég var beðin um að búa til salat fyrir vinnustaðapartý, sama salat og bresk vinahjón okkar snæddu með íslenska lambalærinu síðastliðið laugardagskvöld. Lambakjötsátinu lauk þó ekki þar því við fórum í matarboð hjá indælis Íslendingum og borðuðum þar enskt lambakjöt, satt best að segja var það alls ekki síðra en það íslenska og sást það best á því óhemju magni sem hvarf ofan í okkur.

Við brugðum okkur til London á mánudag enda orðið tímabært að sækja um vegabréf fyrir Emil ef við ætlum að hafa hann með til Íslands um páskana. Í Lundúnum skoðuðum við risaeðlur og betlara, snillingnum varð svo um að sjá hið síðarnefnda að hann var óhuggandi og neitaði m.a.s. að þiggja ís sem þó var búið að biðja mikið um, ég held að samúðin hafi knúið hann í hálftíma hungurverkfall.

Það styttist óþarflega í að við komum heim fyrir fullt og allt en ég er ekki alveg tilbúin að yfirgefa tjallana, auðvitað er margt sem ég sakna að heiman en það er heilmargt gott hér. Ég hlakka til að flytja heim og geta hitt vini og vandamenn á hverjum degi. Ég dauðkvíði því að senda snillinginn aftur í íslenskan skóla, hann hefur blómstrað hér og sést það best á þeim vitnisburði sem hann fékk í foreldraviðtali í gær (varúð, hér á eftir fer mont): Það er umtalað meðal kennara hversu kurteis og hjálpsamur hann er, honum fer hratt fram í náminu og tungumálinu og það er hreinasta ánægja að kenna honum. Heima var talað um að hann ætti erfitt með að sitja kyrr og mætti leggja sig betur fram. Kannski hefur hann bara haft svona gott af því að skipta um umhverfi og kynnast aganum sem hér ríkir, kannski eru skólarnir hér einfaldlega betri. Þetta kemur allt í ljós.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Þetta er allt of langt gengið. Það má svo sem vel vera að sérfræðingar geti séð eitthvað klámfengið út úr myndinni sem um ræðir en venjulegt fólk sér sæta og glaðlega stelpu.
Barnungar fyrirsætur eru oft ljósmyndaðar í kynferðislegu samhengi og það er full ástæða til að mótmæla slíkum viðbjóði en við megum ekki tapa okkur í einhverju ofsóknarbrjálæði.

Uppfært 15:20, blessuð konan hefur fengið einhverja bakþanka því hún tók út færsluna sem ég vísaði í.

mánudagur, mars 05, 2007

Það er helst í fréttum að við fórum í afmælisveislu í gær, það var í fyrsta sinn síðan við fluttum hingað út. Takk fyrir okkur nemönd!

föstudagur, mars 02, 2007

Stórtíðindi!!!

Eftirfarandi tilvitnun er tekin úr Northampton Newsletter í dag:

The biggest news today is that an Icelandic family of four will be moving back to Iceland this summer. When asked for comments, the father of the family, Mr. Thor Emilsson (38) said 'I just started my own business in Iceland, I'm sick of making money for someone else, it's time to make some for myself!'
The mother, Mrs. Arny Leifsdottir (32) said 'I would really like to stay for the rest of my life since it's so much cheaper to shop here, I guess I'll have to travel frequently between England and Iceland.'
Leifur (7) said 'For goodness sake! I'll miss Toys'r'us like... a lot but it'll be great to see all my friends and grannies again.'
Emil (almost 8 weeks) said nothing but vomited on the journalist.

They will be greatly missed.


Og þar hafiði það.
Þessi er nærri mánaðargömul en ég má samt til með að sýna ykkur hvað við framleiðum falleg börn. Þess ber að geta að myndinni þjófstal ég frá ömmunni sem var hér um daginn.

fimmtudagur, mars 01, 2007

Yfirleitt birti ég ekki svona niðurstöður en mér fannst þetta bara of svalt til að deila þessu ekki.


How Will I Die Quiz

How Will I Die Quiz

You will die at the age of 86

You will die trying to be the first person to mail yourself around the world

Find out how you will die at Quizopolis.com

Quizopolis
 
eXTReMe Tracker