þriðjudagur, júlí 31, 2007

Dularfulli þvotturinn

Ég veit ekki hvaðan allt þetta óhreina tau kom, einn daginn var þvottakarfan tóm en þann næsta rúmaði hún ekki nema 1/5 af tauinu. Það eru augljóslega einhver gremlins áhrif í gangi í þvottahúsinu mínu. Ég hamast við að þvo og þrífa því fyrr þori ég ekki að byrja á nýju Harry Potter bókinni, hún bættist í ólesna bókaflokkinn í dag. Ég tími eiginlega ekki að byrja á henni því þá þarf ég að klára hana.

föstudagur, júlí 27, 2007

Auðvitað

gleymdi ég að segja fréttir af þeim stysta sem er nú kominn með eina og hálfa tönn, borðar allt sem að honum er rétt, rúllar út um öll gólf, situr sjálfur og segir mamma og baba. Hann er svo mikill diplómat að hann ákvað að gera ekki of mikið upp á milli foreldra sinna. Annað hvort það eða þá að ströng þjálfun föðurins virkaði (hún fór þannig fram að þá sjáldan sem hann var heima, sat hann með Emil í fanginu og endurtók í sífellu orðið pabbi). Eiginmaðurinn trúði ekki að drengurinn hefði sagt mamma fyrr en nokkrum klukkustundum síðar þegar sá stutti ákallaði okkur bæði.

Fréttir?

Í júlí vann ég verkefni fyrir byggðarsafn Þorpsins (sem í raun er bara til í kössum og kirnum), fékk góða gesti frá Englandi, tók túristann á þetta, fékk ofurflott grill í afmælisgjöf, þyngdist ég um skrilljón kíló.
Í öðrum fréttum er það helst að athyglisspanið er nákvæmlega ekki neitt og stafsetning er eitthvað sem ég skil ekki og kann ekki. Ekki biðja mig að muna neitt.

Árans klukk hvetur konu til að blogga.

Magnþóra fer fram á að ég birti átta staðreyndir um sjálfa mig.

1. Ég geng með orkusteina á mér

2. það skemmtilegasta sem ég geri er að lesa

2.a) ég á 18 ólesnar bækur uppi í hillu

2.b) það hefur aldrei gerst áður

2.c) mér finnst skemmtilegast að lesa vísindaskáldsögur og hrylling

3. Ég elskaði að búa í Englandi

4. Ég leyfi eiginmanninum aldrei að grilla

5. Í dag skoðaði ég blogg annarra í fyrsta skipti í margar vikur

6. Brjóstagjöfin olli hjá mér alvarlegum athyglisbresti

7. Ég elska Crocks skóna mína

8. Mig dreymir baráttu um heimsyfirráð að meðaltali einu sinni í viku

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Meira blogg um veður (nöldur?)

Ég settist í sólbað á pallinum mínum en þá kom þrumuveður og batt enda á góðviðriskaflann. Týpískt.

mánudagur, júlí 02, 2007

Blogg um veður

Norðurland var indælt en veðrið ekkert spes fyrr en daginn sem ég yfirgaf það. Týpískt.
 
eXTReMe Tracker