þriðjudagur, september 30, 2003

Lí­til frétt á bls. 2 í­ Fréttablaðinu vakti athygli mí­na.

Þrjár 14 ára stúlkur lögðu á ráðin um að drepa marokkósku konungsfjölskylduna. Þær skipulögðu þrjár sjálfsmorðsárásir en það komst upp um áform þeirra nokkrum dögum áður en þær áttu að framkvæmast. 18 fullorðnir einstaklingar eru grunaðir um aðild að málinu.

Hvað er að gerast? 14 ára stelpur eiga að hugsa um snyrtidót og föt, ekki hvernig þær geti slátrað kónginum! Við vinkonurnar vorum sko meira að spá í hvernig við gætum vakið athygli hins kynsins. Kannski er þetta þeirra leið? Finnst það samt heldur ólíklegt. Af hverju er allt þetta fullorðna fólk að láta krakka stjórna sér? Annars veit maður ekki hversu mikill aldursmunurinn er, eða hvort stúlkurnar hafi í­ raun verið skipuleggjendurnir, það leit bara þannig út í fréttinni. Mér finnst þetta a.m.k. dá¡ltið skrí­tin og skelfileg þróun.

Það er nýtt lag með 200.000 naglbí­tum í spilun á rás 2. Hefur einhver heyrt það? Úbbs! það er ótrúlega stolið, ég hef sjaldan eða aldrei heyrt stolnara lag. Það er nánast eins og ogvodafone-lagið, woohoohooooo! Ég vona bara að restin af plötunni sé frumsamin því­ mér þótti þetta alltaf fí­n hljómsveit og vil helst ekki þurfa að skipta um skoðun.

Vefsíða dagsins er eiginlega ekki fyrir viðkvæmar sálir þannig að þið getið skoðað þessa í staðinn. Þið hin sem eruð forvitin um dagssíðuna getið kí­kt á þessa mynd. Látið ykkur þetta að kenningu verða og hættið að bora í nefið, krunkararnir ykkar!

hvernig skyldi bókmenntafræðingunum lítast á þetta?
Góða nótt.

mánudagur, september 29, 2003

Ég sé að þotuliðið er komið með link inn á síðuna mína. Þetta þýðir að ég þarf að vera dugleg og jafnvel sniðug í þokkabót. Jæja. Sjáum til með það.

Þar sem rödd mín er farin að heyrast þá auglýsi ég hér með eftir góðum vini / góðri vinkonu (frændur og frænkur duga líka) sem vill taka idolið upp fyrir mig.

Ég er í heimildaleysi þessa dagana og er því í heimildaleit. Í dag fann ég þetta á netinu og vegna skemmtanagildis þá ætla ég að tilnefna þetta vefsíðu dagsins, njótið vel.


Bara svo að allir viti það þá finnst mér Svartskeggur sjóræningi DÁLTIÐ (og ég meina DÁLTIÐ) flottur. Snilld þegar hann fann spjótsoddinn.

Mér er ekkert illa við bókmenntafræðinga.

Góða nótt.
Þessum leiðist ekki hann sjálfur.
Það lítur út fyrir að saumaklúbburinn minn sé kominn í aðalhlutverk (a.m.k. stórt aukahlutverk) á heimasíðu mosfellsks bloggara. Er það vel því ég er í afskaplega ágætum saumaklúbbi.

sunnudagur, september 28, 2003

Dýrin í Hálsaskógi gera líka do do!

Ég get svo svarið það! Einhvern veginn er maður ákaflega fastur í gömlu útgáfunni, þessari með Bessa og Árna. Ég er viss um að það var ekkert do do í þeirri uppfærslu. Nú er reynt að gera barnaleikrit foreldravæn, í þessari sýningu eru þó nokkrir brandarar sem höfða eingöngu til fullorðinna. Ég veit ekki hvort mér finnst það fyndið eða ósmekklegt. Einhvern veginn finnst mér ekki alveg nógu fyndið að tvær tegundir eðli sig saman en það er kannski bara ég. Ég held samt að ég hafi alveg hlegið að þessu meðan á því stóð.

Hvers vegna í ósköpunum getur fullorðið fólk ekki haldið kjafti í leikhúsi? Fyrir aftan okkur Þór sat fullorðin kona með barnabörn sín. Alla sýninguna talaði hún út í eitt, hún sagði t.d. hálfu leikhúsinu hvað værið um það bil að gerast ALLAN TÍMANN! Hver hleypir svona fólki inn? Það keyrði þó um þverbak síðustu 20 mínúturnar þegar hún hóf beina lýsingu á sælgætisáti barnabarnanna auk þess að kynna þekkingu sína á atburðarrás leikritsins. Það ætti að setja svona fólk í tveggja sýninga bann.


Ég held að ég hafi ýkt aðeins í gær þegar ég sagðist vera að yfirvinna geitungahræðsluna. Við mæðginin sátum yfir barnaefninu í morgun þegar lítið kvikindi nálgaðist skyndilega sófann. Leifur hló og sagði: "Þetta er bara lítil fluga!" og ég samsinnti því. Þrátt fyrir það þá rukum við bæði upp og þeyttumst inn í herbergi þar sem betri helmingurinn lá sofandi. Við hoppuðum oná honum og gáfum engin grið fyrr en hann var kominn fram úr til að gera viðeigandi ráðstafanir. Á meðan lágum við mæðgin og hlógum að því að við værum algjörar skræfur. Sem sé, geitungarnir eru enn pínu skerí. Ég hringdi samt ekki í Þór í vinnuna þegar geitungurinn kom inn um daginn. Ég njósnaði bara um hann, elti hann út um alla íbúð og mátti hafa mig alla við að verða ekki á vegi hans. Það endaði þó með því að hann hypjaði sig út og ég gat sest niður aftur.


Ég er að horfa á Sigmund og Jakob Frímann, ég hef aldrei tekið eftir því hvað Jakob er með skrítið nef.

laugardagur, september 27, 2003

Þar sem allir aðrir eru að blogga þá verð ég að gera það líka. Ég hugsa ekki sjálfstæða hugsun og þarf því að vera eins og allir hinir. Eins og allir vita sem þekkja mig þá er ég pennalatasta manneskja í heimi og það verður spennandi að sjá hvort ég sé jafn tölvuputtalöt.

Aðalástæðan fyrir þessu brölti mínu er samt sú að þeir bloggarar sem ég skoða reglulega eru ekki allir nógu duglegir og þess vegna verð ég að bæta úr þessu sjálf.

Tæknilega hliðin er mér lokuð bók en ég er að hugsa um að reyna að yfirvinna þessa fóbíu mína og er þetta því nokkurs konar sjálfshjálp. (er ekki annars í tísku að tala um fóbíur á bloggsíðum?)

Síðustu daga hef ég verið að rekast inn á bloggsíður hinna og þessa stórmenna og mér sýnist að allir verði að hafa fóbíur og spá obboslega mikið í pólitík og tala um bókmenntir. Ég er að verða fóbíulaus (m.a.s. geitungafóbían er að láta undan), ég er ekki viss um að ég nenni að tala eða spá í pólitík en kannski gæti ég bullað dáltið um bækur. Ég var t.d. að lesa eina í dag, hún heitir Gylting og fjallar um konu sem breytist í svín af því að karlarnir í kringum hana koma þannig fram við hana. Algjör snilld!

Merkilegt samt hvernig stórmennin ræða um bækur (örugglega flestir bókmenntafræðingar), það er sko ekki verið að tala um Ísfólkið eða Stephen King. Ég þori að veðja að þeir sem hafa lesið svona bækur fá ekki einu sinni inngöngu í bókmenntafræði. Nú er ég eflaust búin að baka mér óvild bókmenntafræðinga en það verður bara að hafa það. Það eru fleiri en bókmenntafræðingar sem lesa bækur og hafa skoðanir á þeim.

Váá... það mætti halda að ég hefði eitthvað á móti bókmenntafræðingum. Ég veit ekki alveg hvaðan þetta kom en það er algjör óþarfi að taka nokkurt mark á þessu.

 
eXTReMe Tracker