laugardagur, júní 24, 2006

Bara nokkur orð til að láta vita af mér.
Veðrið er þokkalegt, um og yfir 20 gráður en ég er alltaf með gæsahúð nema þegar sólin skín beint á mig, þá er ég að stikna. Dótið kom í gær og virðist flest í þokkalegu lagi en það kemur betur í ljós þegar við förum að taka að ráði upp úr kössunum. Ég er núna í vinnunni hjá eiginmanninum að stelast til að blogga en við fáum ekki net heim fyrr en eftir ca tvær vikur.
Kær kveðja frá Northampton.
P.s. ég er búin að fá mér bókasafnsskírteini.

föstudagur, júní 16, 2006

Það er bara að koma að þessu, ég fer á morgun og get ekki beðið eftir því að komast í sólina. Fyrst um sinn verð ég ekki nettengd svo að kannski skrifa ég ekki baun á næstunni þannig að ég bið ykkur bara vel að lifa í bili og hlakka til að sjá ykkur aftur. Gúdbæ.

p.s. ég á ammæl' í dag.

mánudagur, júní 12, 2006

Gámurinn er kominn, búslóðin liggur nánast öll í kössum og þrif komin vel af stað. Þetta er að hafast. Vonandi verð ég flutt út annað kvöld. Þá er bara að sjá hvort ég geti platað köttinn með mér á nýtt heimili.

föstudagur, júní 09, 2006

Þessi ótrúlega flotti strákur er 7 ára í dag, til hamingju snúður!

fimmtudagur, júní 08, 2006

Jæja, þá er komið að því. Ég er byrjuð að pakka oní kassa en gámurinn er ekki kominn enn og ég veit ekkert hvenær hann kemur.

Leibbalingurinn verður 7 ára á morgun en fyrsta afmælisveislan var á mánudaginn, önnur á þriðjudaginn og sú þriðja í gær. Í kvöld fáum við góða gesti í mat. Ég ætla að sofa í viku í Englandi.
 
eXTReMe Tracker