miðvikudagur, september 26, 2007

þriðjudagur, september 18, 2007

Heiðursmennirnir

Aðalsteinn og Guðmundur fá innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins. Þeir mega jafnvel velja óskalag ef þeir rekast hér inn.

Jæja

Af síðustu bloggfærslum má ráða að ég sé 14 ára gelgja. Það er ekki rétt. Ég er 33 ára gelgja.

sunnudagur, september 16, 2007

Og meira

Afmælið var reyndar mjög skemmtilegt líka. Eiginlega aðeins of.

Pínu starstruck sko

Það er fáránlegt að vera á tónleikum með uppáhalds heimsfrægu hljómsveitinni sinni á minni stað en Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn. Það er fáránlegt að standa 5 metrum frá uppáhalds heimsfrægu hljómsveitinni. Það er fáránlegt að eiga DNA úr uppáhalds heimsfræga söngvaranum.

Fáránlegt en samt allt saman satt.

laugardagur, september 15, 2007

Skemmtilegt kvöld framundan

Afmælisveisla hjá stóra bróður og Franz Ferdinand. Gerist ekki betra.

fimmtudagur, september 13, 2007

Morð að yfirlögðu ráði

Ég drap geitung og ég sé ekkert eftir því.

miðvikudagur, september 12, 2007

Þvílík ömurð

sem þetta veður er. Ég hafði hálfgert samviskubit yfir því að senda snillinginn út í morgun.

Annars var síðasta helgi snilld, nemöndin gerði sér ferð yfir fjöll og firnindi og fór með mér á bráðskemmtilega tónleika þeirra Hvanndalsbræðra, miklir eðalmenn þar á ferð og voða notalegt að heyra norðlenskuna svona fjarri æskuslóðunum.

Tilhlökkunin fyrir næstu tónleika magnast stöðugt, ég hangi yfir youtube.com og skoða ný og gömul myndbönd FF, gefull hlakka ég til.

laugardagur, september 08, 2007

Stanslaust stuð

Lífið tók óvænta stefnu í dag og ég á núna miða á Franz Ferdinand næsta laugardagskvöld.

föstudagur, september 07, 2007

Allt í einu

langaði mig til að blogga. Ég hef að vísu ekkert að segja, allt með kyrrum kjörum hér svo sem.
Í næstu viku held ég áfram að skrá og merkja muni byggðasafnsins í Þorpinu, mjög skemmtileg vinna.

Leibbalingurinn er byrjaður í skólanum og það lítur ágætlega út, hans uppáhalds fög eru dans og enska.

Emil er kominn með þriðju tönnina, farinn að skríða og setjast upp sjálfur, algjört met.

þetta er mér ofviða, meira seinna.
 
eXTReMe Tracker