sunnudagur, maí 27, 2007

Stanslaus veisla

Var að enda við að innbyrða ristað brauð, rækjur og hvítvín, afganga frá veislu sem við héldum ensku vinum okkar á föstudagskvöld. Mikið óskaplega var það gaman, síðustu gestirnir fóru ekki fyrr en í dag en það voru nú reyndar Íslendingar.

Síðasta vika hefur aðallega farið í búðarráp og eitthvað hefur kössunum fjölgað í kjölfarið en það er í góðu lagi, nú eiga synir mínir föt fyrir næsta árið en ég á svo sem aldrei nóg...

Nú er bara verið að henda niður í kassa og gera klárt fyrir gáminn sem kemur á þriðjudag, við ætlum að hverfa frá skítugu húsi og láta vana menn sjá um þrifin á meðan við slöppum af hér fyrir heimferðina. Ljúfa líf.

Sí jú on ðe kleik.

sunnudagur, maí 20, 2007

Litlir kassar...

eða stórir, þeir verða allir notaðir. Við erum sumsé byrjuð að pakka en tökum því rólega þar sem við þurfum nú að nota heilmikið af dóti næstu vikuna. Leifur er að hefja síðustu vikuna í skólanum og er bara ekkert allt of ánægður með það. Í gær fór hann og keypti litla gjöf handa uppáhalds kennaranum sínum og ætlar að færa starfsfólki skólans Nóa konfekt að skilnaði. Var ég búin að segja frá því að við fáum góða gesti svona síðustu dagana? Fögur snót og sonur hennar ákváðu að færa okkur konfektið heim að dyrum og ætla að stytta okkur stundir frá mánudegi til sunnudags. Eins og áður hefur komið fram þá rokka skyndiákvarðanir.

laugardagur, maí 12, 2007

Og síðan ekki söguna meir...

Ég er sátt við sigurlagið en hefði viljað sjá Finna, Ungverja og Georgíumenn ofar. Terry er í sjokki yfir að Bretar hafi ekki fengið fleiri stig og kennir klíkuskap um. Klöguskjóða.

Krissi

Ég elska það að Finnarnir hafi hleypt sinni eigin útgáfu af Sylvíu Nótt í græna herbergið. Fokkings Terry Wogan er að drepast yfir henni. Reyndar er hann svo ógeðslega hrokafullur í garð Finnana að það er hrikalegt á að hlýða.

Júróvision

Þetta er líklega jafnasta og besta keppni sem ég hef lengi séð, fullt af lögum sem ég tel vel að sigri komin. En mikið óskaplega er Terry Wogan leiðinlegur kynnir.

Drífið ykkur á kjörstað ef þið eigið það eftir.

föstudagur, maí 11, 2007

Þetta er ekkert nýtt

Tvíburar:
Þú ert aðal gellan eða gæjinn í dag. Öllum finnst þú hafa réttu svörin - og það er rétt. Bara ef þú gætir klónað þig og sinnt öllum. Svo má líka bara segja nei.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Mikið agalega...

eru þessir dansarar í júró þreyttir. Rekum þá fyrir næstu keppni. Annars eru nokkur bara þokkalega góð lög í boði, Serbía, Ungverjaland og Belgía standa upp úr só far.

þriðjudagur, maí 01, 2007

Þreyta

Ég hef enga orku þar sem Emil Hrafn er búinn með járnbirgðirnar mínar í bili. Er nú á kúr og vonast til að hjarna við fyrir Lundúnaferðina um næstu helgi. Kannski tek ég mér smá bloggfrí á meðan ég er að koma til enda er ekkert að gerast, við erum enn á heimleið, búin að bóka flug í lok þessa mánaðar og erum að byrja að pakka.

Sí jú leitör allígeitör.
 
eXTReMe Tracker