mánudagur, september 29, 2003

Ég sé að þotuliðið er komið með link inn á síðuna mína. Þetta þýðir að ég þarf að vera dugleg og jafnvel sniðug í þokkabót. Jæja. Sjáum til með það.

Þar sem rödd mín er farin að heyrast þá auglýsi ég hér með eftir góðum vini / góðri vinkonu (frændur og frænkur duga líka) sem vill taka idolið upp fyrir mig.

Ég er í heimildaleysi þessa dagana og er því í heimildaleit. Í dag fann ég þetta á netinu og vegna skemmtanagildis þá ætla ég að tilnefna þetta vefsíðu dagsins, njótið vel.


Bara svo að allir viti það þá finnst mér Svartskeggur sjóræningi DÁLTIÐ (og ég meina DÁLTIÐ) flottur. Snilld þegar hann fann spjótsoddinn.

Mér er ekkert illa við bókmenntafræðinga.

Góða nótt.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker