mánudagur, október 06, 2003

Úff! Ég hefði betur sleppt linknum á galdrasíðuna, Það hefur einhver farið inn á hana og lært að galdra stóra bólu á nefið á mér! Skamm skamm!

Það lí­tur út fyrir að fleiri en ég hafi kvartað yfir nýja fyrirkomulaginu á háskólasíðunni því­ Herra Hroki er búinn að setja hlekkinn á póstinn inn á forsíðuna aftur. Húrra fyrir Hroka! Eins gott að hann lesi ekki dagbókina mí­na.

Ég klúðraði þessu alveg í gær. Auðvitað eru jólasveinar til! Spurningin er hins vegar hvort bókmenntafræðingar séu það. Gaman væri að heyra ykkar skoðanir. Annars er ég að spá í að breyta BA verkefninu mínu í rannsókn á sögnum um bókmenntafræðinga.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker