fimmtudagur, október 16, 2003

Ég er búin að vera svokallaður "aumingjabloggari" í tvo daga (eða þarf kannski lengri tíma til að öðlast þann titil?).

Ég á lí­ka nýja Braun kaffikönnu, ligga ligga lá lá! Það hefur ekki verið til slí­kt tæki á þessu heimili í meira en mánuð. Að auki keypti ég lí­tinn mjólkurpott og sprota til að gera svona froðumjólk (ef einhver veit hvað græjan heitir þá vil ég gjarnan fá að vita það líka). Ég er að verða tækjaóð, mig langaði mest í svona espresso kaffivél en betri helmingurinn var ekki alveg á þeim buxunum, honum fannst ómögulegt að geta ekki hellt uppá fyrir alla gestina sem eru alltaf hér. Jæja, þá verð ég bara að nota "gömlu" espressókönnuna (sem við fengum í brúðkaupsgjöf í sumar) ó, vell. Mmmm, mig er farið að langa verulega í nammigott kaffi.

Betri helmingurinn splæsti í­ dönskunámskeið á spólum í dag og situr nú með nýja vasadiskóið sitt og æfir sig í að segja:

"Oppe på taget sidder en mand og læser avis"

með smá frönskum hreim.

Ekki spyrja mig um tilganginn með þessu því að ég mun ekki segja ykkur neitt.

Stundum upplifir maður svona "It´s raining man! Halelujah!" fí­ling en nú er ég að upplifa svona "It´s raining pregnant women! Halelujah!" Á tveimur dögum hitti ég fullt af konum sem eru með börn í­ bumbu. Kvað svo rammt að þessum óléttum að ég fór og keypti mér þungunarpróf. Segi ekki hver niðurstaðan er.

Ég fór á samkomu í dag og sá alvöru bókmenntafræðinga. Ég hef semsagt fengið svar við spurningunni sem könnunin byggði . Það er kominn tí­mi til að henda henni út, kannski nenni ég að setja nýja inn. Niðurstaðan er sú að 1 sagði já og hafði séð svoleiðis, 1 vissi það ekki, 1 sagði nei og 4 sögðu döhh! Þetta þýðir að 7 manns tóku þátt og þakka ég þessa frábæru þátttöku.

Nú get ég loksins sagt skilið við áráttu mí­na gagnvart bókmenntafræðingum.

Góða nótt.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker