sunnudagur, október 12, 2003

Ég hef ekki komist til botns í saltlakkrísreimamálinu en ef þið rekist á svona góðgæti í einhverri afdala sjoppu þá yrði ég ykkur ævinlega þakklát ef þið keyptuð upp lagerinn þeirra og færðuð mér svo ásamt reikningnum.

Hafiði tekið eftir því að það er í tísku að vera með svona topp 100 lista á blogginu? Minn er svona

1. Mér finnst gaman að lesa
2. Ég er frjáls (tralalalala)
3. Mér finnst gott að borða saltlakkrís og súkkulaði
4. Ég hef aldrei átt páfagauk
5. Ég horfi oft á Leiðarljós
6. Ég hef aldrei smakkað sushi
7. Mér er ekki illa við bókmenntafræðinga.
8. Ég á vonda gönguskó
9. Ég er húsmæðraskólagengin
10. Mér finnst ekkert vit í að vera með topp 100 lista sem enginn nennir að lesa og þess vegna verður þetta bara topp 10 listi. Ef þið viljið vita eitthvað meira um mig þá getiði bara sent mér tölvupóst á arny@that.is.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker