sunnudagur, október 05, 2003

Ég uppgötvaði mér til skelfingar í dag að ég er að fara í próf á morgun og á þar að auki að skila verkefni. Held samt að ég sé búin að ná þessu nokkurn veginn undir kontról. Ég er einhverra hluta vegna ægilega utan við mig, það fer allt fram hjá mér. Þó er ég búin að komast að því að það sama á við um a.m.k. helming samstúdenta minna.

Ég sé að bókmenntafræðingar eru loksins farnir að lesa hugleiðingar mínar. Hmm. Nei annars. Af fenginni reynslu veit ég að vinkonum mínum er engan veginn treystandi, þær ljúga að mér án þess að blikna og eflaust hefur einhver þeirra brugðið sér í bókmenntafræðingslíki. Öðru trúi ég ekki þar sem téður bókmenntafræðingur kemur ekki fram undir nafni.

Skyldu bókmenntafræðingar vera til í alvörunni? Eða eru þeir bara þjóðsagnapersónur eins og jólasveinar?

Góða nótt.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker