föstudagur, október 31, 2003

Jólasveinninn minn
káti karlinn minn...

Oj bara, ég er komin í jólaskap. Því var eiginlega troðið upp á mig því að hið árlega saumójólaföndur er á morgun og að sjálfsögðu þurfti ég að velta mér dáltið upp úr jólunum í tilefni af því.

Ég gerði mér ferð í borgina til að fjárfesta í föndurefni. Skemmst er frá því að segja að ég fékk ekkert #%$="%&#$ efni í frægum föndurbúðum og þykir mér það hreinasta hneyksli. Ég snéri aftur í heimabæ minn og rakst inn í þá ágætu verslun sem Bókabúð Böðvars er. Ég fékk þarna allt sem ég hafði verið að leita að og í þokkabót var allt efni miklu ódýrara. Þetta var líka svona þegar ég var að föndra fyrir brúðkaupið. Ég læt þetta mér að kenningu verða og fer aldrei aftur út fyrir bæjarmörkin (nema til að fara til Drífu á morgun).

Þið eruð obboslega rík og fræg!

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker