laugardagur, október 25, 2003

YO yo yo! Heví stuð í vísindaferð í gær. Árbæjarsafn rúlar!

Nei, ég tala ekki svona í alvörunni, það var samt mjög gaman. Dagurinn í dag var ekki síður skemmtilegur, ég fór í langa gönguferð með Leibbalingnum og við komum við á einum stað og sníktum kaffi.

Það á að setja það í lög að allir eigi að ganga um Hellisgerði í haustlitunum, fegurðin er næstum óbærileg. Undir steinsteyptum vegg sá ég blátt sumarblóm í blóma. Ég legg til að þið gerið ykkur greiða og farið og leitið blómið uppi. Það er samt alveg bannað að slíta það upp!

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker