laugardagur, nóvember 22, 2003

Ég veit að ég sagðist ekki ætla að blogga en ég get bara ekki orða bundist eftir að ég las Fréttablaðið í dag. Aðalfréttin er sú að rauðhært fólk er í útrýmingarhættu. Þetta þykja mér skelfilegar fréttir í ljósi þess að ég á ákaflega góðar rauðhærðar vinkonur! Hvar væri ég án þeirra? Ég vil biðja ykkur að vera duglegar að auka kyn ykkar því heimurinn má ekki án ykkar vera! Ein rauðkan á bara ljóshærð börn, önnur á tvo yndislega rauðhausa og er það vel, vonandi verða þeir duglegir að auka kyn sitt í framtíðinni (það sama á við um eogb). Sú þriðja á bara kisu, hvort hún er rauðhærð veit ég ekki þar sem ég hef ekki séð hana enn. Systir mín á tvo rauðhærða drengi þannig að fjölskyldan liggur ekki á liði sínu, bróðir minn á nefnilega hina tvo sem áður var minnst á. Sjálf á ég bara kæfulitarhært barn (eins og ég er sjálf) en ég gerði mitt besta og var rauðhærð alla meðgönguna og alveg þar til brjóstagjöf lauk. Við litla bróður vil ég segja þetta: Eignastu rauðhærða konu!
Ég legg til að foreldrar fái verðlaun fyrir hvert rauðhært barn sem þeir koma á legg. Þannig hvetjum við þessa foreldra með rauða genið til að auka kyn sitt enn frekar.

Kæru vinkonur, þið eruð yndislegir rauðhausar!

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker