miðvikudagur, desember 03, 2003

Þetta er nú meiri tryllingurinn þessi desembermánuður. Þegar eitt er búið þá tekur það næsta við og svo næsta og svo næsta og svo næsta. Ég veit ekki alveg hvenær ég á að hafa tíma til að græja jólakortin og kaupa jólagjafir, ætli ég endi ekki bara í sjoppunni og kaupi rauðan ópal á línuna.

Þrif segiði... kannski næsta vor.
Jólabakstur... ætli það. Nema laufabrauð teljist með.
Jólamaturinn... sennilega týni ég til eitthvað sem liggur undir skemmdum í frystinum og helli frönskustrám úr bauk á disk með.

Þið eruð nú meiri jólasveinarnir.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker