fimmtudagur, janúar 29, 2004

Jæja, nú er ég hætt að væla. Það kemur víst fyrir að einhverjir nenni að lesa þetta þrátt fyrir að kk-ið hafi ekki beinlínis verið ofnotað.

Þar sem óboðinn pestargestur hefur haldið til á heimilinu síðustu vikununa þá hef ég ekki getað farið mikið út úr húsi. Ég er orðin óhugnalega háð sjónvarpinu og skiptir ekki öllu hvað er á dagskrá. Þessa stundina er ég að fylgjast með dr. Phil tala við offitusjúklinga um viðhorf þeirra til lífsins og kílóanna. Ég er eilítið yfir kjörþyngd og stundum er ég ofsalega leið á sjálfri mér þegar ég lít í spegil, ég tala nú ekki um þegar eitthvað stendur til og mig langar að vera glimmergella. Núna hugsa ég bara "vá hvað ég er mjó!" Ég vona bara að pestargesturinn fari að standa undir nafni og hlaupast á brott því að annars enda ég eins og gestir þeir sem sitja í settinu hjá Phil hinum fagra.

Einu sinni vann ég á sama vinnustað og maður sem er svona álíka þykkur og ég margfölduð með þremur. Hann er ekki mikið hærri í loftinu en ég þannig að hann er svona beisikklí eins og ég var rétt áður en snillingurinn leit dagsins ljós. Á fyrrnefndum vinnustað var mötuneyti og samstarfskona mín sagði mér þá sögu að maðurinn borðaði á við tvo, svo sem ekkert að því enda borgaði kallgreyið mat sinn fullu verði. Þetta endaði samt á því að eiginkonan hafði samband við matráðskonuna og bað hana að stoppa þetta af og sjá til þess að kallinn fengi ekki meira að éta en sem næmi einföldum matarskammti í hverjum matar- eða kaffitíma. Þegar ég var í slorinu í gamla daga var þar ungur maður sem gat varla unnið fyrir mötuneytiskostnaðinum, samt var hann eins og tannstöngull í laginu. Misskipt er mannanna spiki!

Einu sinni var ég hormjó og gat borðað allt sem ég vildi án þess að það sæist á mér. Svo varð ég ólétt og matarlystin minnkaði ekki við það. Mín kenning er sú að lífsýni karlmanna innihalda fitugen sem sest að í kvenlíkamanum eins og sníkill. Það er ástæðan fyrir því að margar konur eiga erfitt með að ná af sér spikinu eftir barneignir. Þetta er verðugt rannsóknarefni og á alveg von á því að rannsóknir framtíðarinnar eigi eftir að staðfesta þessa kenningu mína.

Ókei, ég skal aldrei blogga svona mikið um spik aftur og ég vona að engum ofbjóði eða misbjóði eða viðbjóði eða bjóði nokkuð yfir höfuð þótt ég hafi talað um offitu og lífsýni.

Góða nótt.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker