sunnudagur, janúar 18, 2004

Takk fyrir mig Bryndís og Einar!
Þrítugsafmælið í gær var sko vel heppnað og það var sko tekið ágætlega á því. Ég er mest hissa á því að lögregla hafi ekki verið send á staðinn til að skakka leikinn því að gestir sungu og dönsuðu af hjartans list og drógu hvergi af sér. Um hálf fjögur var ég orðinn ansi þreytt og hafði orð á því við eiginmanninn. Hann tók ekki í mál að fara heim því hann er að sjálfsögðu í essinu sínu þegar fólk fer að dansa. Til að undirstrika að mér hefði verið alvara fór ég inn í herbergi og lagði mig, það var gott og ég var endurnærð þegar ég náði kallinum loks á mitt band klukkutíma síðar.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker