laugardagur, janúar 17, 2004

vossappeníng? Ekki liðinn sólarhringur síðan ég reit síðustu færslu og hér er ég komin! Ótrúlega merkilegt!

Ég finn mig knúna til að blogga þar sem ædolinu er loksins lokið.
Mér finnst ekkert merkilegt við þessi úrslit, ég hef nefnilega aldrei horft á einn einasta ædol-þátt, a.m.k. ekki íslenskan. Ég skal segja ykkur það að mér er skítsama, ég þurfti sko ekki að horfa á þetta til að vita hvað var að gerast því að það var aðalumræðuefnið í öllum kaffistofum bæjarins og ég komst ekki hjá því að heyra allt um þetta drasl. Ég vona að það verði ekki önnur svona keppni, mér finnst nóg að þurfa að fylgjast með söngkeppni framhaldsskólanna og Júróvisjón.

Jæja, það er alltaf gaman að blogga um ekki neitt...

Vell, ég þarf víst að fara að hafa mig til fyrir barnaafmæli (ég er farin að hallast að því að fengitími á Íslandi sé í apríl, allir aðrir tímar eru undantekningar).

Bæjó.

P.s. fannst ykkur vefsíðan ekki sniðug?

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker