miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Börn hitta oft naglann á höfuðið án þess að hafa hugmynd um það.

Sonur minn er mikill aðdáandi Villa naglbíts, í hans augum er Villi mesti gæi í öllum heiminum og það skiptir öllu máli að vera gæi. Af þessum sökum sperrir drengurinn augu og eyru hvernær og hvar sem Villi birtist. Í atinu í kvöld voru svo Rokkslæðurnar snjöllu að flytja músík. Stráksi hallar undir flatt, bendir á Kiddu rokk og segir svo:

"Ég er meiri gæi en þessi stelpa!"

Það skrítna við þetta er að hann veit vel að stelpur eru yfirleitt kallaðar pæjur ef tilefni gefst til.

Ég vil taka fram að ég hef gaman að Rokkslæðunum og mér finnst Kidda vera töffari.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker