mánudagur, febrúar 23, 2004

Í dag lagði ég þrjá bloggara til viðbótar í hlekki.

Leifur er frændi minn sem er gæddur miklum hæfileikum í mannlegum samskiptum, a.m.k. í samskiptum við mig. Á ótrúlegan hátt hefur honum oft tekist að fá mig til að brosa þegar ég hef þurft á því að halda og í dag tókst honum það með bloggsíðuna að vopni. Takk fyrir það Leifur, ég þurfti svo sannarlega á því að halda.

Gneistinn er bróðir Kisumömmunnar og þ.a.l. frændi frænku minnar. Hann trúir ekki á guð og er að læra bókasafnsfræði.

Eygló, sambýliskona Gneistans, er hugljúf og einlæg en mætti blogga oftar.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker