fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Fyrir hálfum mánuði setti ég hér inn smá pistil um íbúðina mína og nefndi ég m.a. að mig langaði í nýtt baðherbergi. Ég átti hins vegar ekki von á því að það gerðist strax! Húsið okkar var byggt fyrir miðja síðustu öld og eru flestar lagnir eftir því, reyndar skiptum við um rör í eldhúsinu í ondúleringunni miklu áður en við fluttum inn en baðherbergið var bara málað og látið bíða betri tíma. Nú er tíminn runninn upp en hvort hann er góður veit ég ekki. Baðkarið hefur öðru hvoru stíflast síðustu árin en alltaf hefur tekist að losa stífluna. Nú er öldin önnur, þrátt fyrir gríðarlegt erfiði sat stíflan sem fastast og sagðist vera komin til að vera. Við höfum því brugðið á það ráð að henda helv... baðkarinu út og skipta um lagnir. Baðkarið fær svo aldrei að koma inn aftur því okkur finnst tími til kominn að smíða sæta innréttingu þarna inn og ætlum við aldrei í bað aftur. Bara sturtu. Hér verða mikil læti á næstunni og ef ykkur finnst við eitthvað skítug eða illa lyktandi þá verðiði bara að eiga það við ykkur sjálf! Blóðug fjárútlát munu einnig fara fram og eru öll framlög sérlega vel þegin.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker