laugardagur, mars 13, 2004

Enn hefur ekki heyrst múkk í iðnaðarmönnunum sem voru ráðnir til að gera lýtaaðgerð á baðherberginu og ég er að verða pínu pirruð. Í gær leit reyndar út fyrir að við hefðum fundið staðgengla en sú sæla stóð ekki nema í u.þ.b. tvo tíma. Vesalings eiginmaður minn var ákaflega súr á svip og í sinni þegar hann færði mér þær fréttir að við snillingurinn sætum hugsanlega uppi iðnaðarmannalaus næstu tvær vikurnar. Af því að ég er svolítið góð (bara smá samt) þá lék ég Pollýönnuleik og lét eins og þetta væri allt í besta lagi.

Í morgun fór öll fjölskyldan á fætur á sérlega ókristilegum tíma og við ákváðum að skreppa á rúntinn. Leiðinn lá á Suðurnes og þegar við nálguðumst Leifsstöð ákvað ég að senda kallinn bara til útlanda í eins og tvær vikur. Á meðan ætla ég að sjá hvort það gerist kraftaverk á baðherberginu eða hvort ég þurfi að kaupa bókina "Handlagin húsmóðir" og bregða mér svo í hlutverk pípara.

Ef þið séuð með hattin þá komist þið kannski í stuð og biðjið ykkar guð að senda mér iðnaðarmenn. Amen.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker