fimmtudagur, mars 25, 2004

Stundum finnst mér voða gott að búa á Íslandi, vitandi það að við erum nokkuð örugg fyrir skarkala heimsins og hinu illa sem er á ferli. Oftar er ég hins vegar óþyrmilega minnt á að illskan býr líka á Íslandi, eiginlega gerist þetta daglega. Það líður varla sá fréttatími sem ekki er minnst á barnaníðinga og fórnarlömb þeirra. Af hverju í andskotanum sleppa þessi helvíti alltaf svona vel? Í dag féll dómur yfir manni sem misnotaði stjúpdóttur sína í 12 ár. Hvaða refsingu fékk hann? Jú, skitin fimm og hálft ár og smánarlega lága sekt. Hann hélt barni í hryllilegum fangabúðum í tólf ár, ég get ekki ímyndað mér að fangelsi hérlendis séu jafn skelfileg og það sem stúlkan mátti þola. Það hefði að minnsta kosti átt að dæma manninn til jafnlangrar vistar og hann dæmdi varnarlaust stúlkubarn.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker