mánudagur, maí 10, 2004

Aaaa! (sagt blíðlegri röddu eins og þegar hjalað er við reifabarn)

Sjáiði bara fallega nýja útlitið mitt! Lengi hefur mig dreymt um að eignast svona fallega síðu. Eina vandamálið er að ég er soddan auli að ég get ekki sett kommentakerfið og hlekkina mína inn aftur. Líklega tekur það mig nokkra daga að finna út úr þessu en ef einhver snillingur er þarna úti þá má hann gjarnan senda mér leiðbeiningar á arny@that.is.

8 ummæli:

Gulli sagði...

Til lukku með nýja bloggið þitt, það lítur mjög vel út!

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það!
Ljúfa

leifur sagði...

Ég fór bæði flikk flakk og heljarstökk, FM hnakka og hliðarstökk þegar ég opnaði bloggið þitt ;)
Elegant, fágað og straumlínulagað. Ég hlakka til að verða linkur á þessari síðu ;)
kveðja

Nafnlaus sagði...

glææsilegt :-)

Hildigunnur sagði...

þetta var ég, þarna fyrir ofan!

Nafnlaus sagði...

*roðn*
Þakka ykkur öllum fyrir hlýleg orð! Verst að ég er ekki enn búin að fatta hvernig ég get komið linkunum inn.

hulda sagði...

Híhí, nú skil ég skilaboðin þín...flott síða.

Ljúfa sagði...

Takk enn og aftur og sömuleiðis Hulda.

 
eXTReMe Tracker