þriðjudagur, maí 18, 2004

Stundum (reyndar ansi oft) er mitt litla móðurhjarta við það að springa úr stolti og hamingju og þannig er ástandið einmitt í dag. Þegar mér loks tókst að vekja barnið mitt þá upphófst mikil gleði, hann er semsé búinn að læra Tomma og Jenna ullið og ákvað að gleðja mig með því. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er Tomma og Jenna ull þannig að maður setur þumalfingur upp að eyrum og glennir hina fingurna út og veifar lítillega með þeim, tungan er rekin út og hreyfð upp og niður eða til hliðar um leið og maður gólar "leblerele" eða eitthvað ámóta. Ég mátti að sjálfsögðu til með að sýna hæfni mína á þessu sviði og af þessu atriði okkar hlaust hin besta skemmtun, ekki síst þegar sonurinn bjó til það sem hann kallar pylsubrauð, með tungunni á meðan á ullinu stóð. Það kom þó að því að hlátrasköllunum linnti og okkur tókst að troðast í fötin svo að drengurinn gæti mætt í leikskólann. Honum gekk hins vegar eitthvað illa að komast í skóna og skyndilega, í anda Kolbeins kapteins, datt upp úr drengnum:
"Soðinn kartöfluís!"
Þetta fannst mér óheyrilega fyndið og ég hló hátt inni í mér (hefði ég hlegið upphátt þá værum við enn að reyna að komast í skóna).

5 ummæli:

hulda sagði...

Híhí, alltaf jafngaman þegar þau vakna í sólskinsskapi. Mínar koma alltaf upp í og strjúka mér um hárið og kyssa mig á augun ef það liggur vel á þeim, ég vakna ALDREI fyrst núna...sem er svaka notalegt annars.

Hildigunnur sagði...

snilld, tær snilld!

hvað er hann gamall?

Ljúfa sagði...

Hann verður fimm eftir þrjár vikur.

Nafnlaus sagði...

Búinn að fatta!
Like yer looks!

Nafnlaus sagði...

...Steini

 
eXTReMe Tracker