fimmtudagur, júní 24, 2004

Í síðustu viku brá ég mér norður í land í þeim tilgangi að halda ærlega upp á tíu ára útskriftarafmæli frá einni af elstu og frægustu menntastofnunum landsins. Mér tókst svo sannarlega að skemmta mér og öðrum en það tók sinn toll því að ég burðaðist með bólginn og bláan ökla heimleiðis en hann er nú allur að koma til. Síðastliðið laugardagskveld hélt ég mikla veislu á heimili foreldra minna enda ærið tilefni. Á mánudag ók ég aftur áleiðis norður og endaði á króki þeim er kenndur er við sauðfé og á. Heim kom ég aftur í gærkveldi og var býsna útkeyrð eftir allan flækinginn og svaf af þeim sökum í fjórtán tíma. Það er eins og mig minni að ég eigi barn, a.m.k. er barnaherbergi í íbúðinni minni og barnadót út um allt en ég er samt ekki viss, ég hef ekki fundið það ennþá. Ef þið vitið betur en ég þá megiði gjarnan láta mig vita hvar ég lagði blessað barnið frá mér. Var það strákur eða stelpa?

3 ummæli:

SewPolkaDot sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
SewPolkaDot sagði...

Til hamingju með afmælið ! (Ég deletaði því áðan óvart )

Ljúfa sagði...

Takk

 
eXTReMe Tracker