fimmtudagur, ágúst 26, 2004

EKKI LENGUR SOKKABLOGG!

Fáeinum mánuðum eftir að ég ritaði fyrstu færsluna á þessari síðu dreymdi mig draum. Um hann skrifaði ég þann 17. nóvember 2003:


... í nótt dreymdi mig um bloggið mitt svo að ég má til með að segja ykkur aðeins frá því.Mig dreymdi að ég bloggaði um sokka. Já ég sagði sokka! Alls konar sokkamyndir prýddu síðuna mína og var þeim reglulega skipt út fyrir nýjar, en það þarf varla að taka það fram að ég tók allar myndirnar sjálf og var orðin vel þekkt fyrir listræna hæfileika. Mín túlkun á draumnum er sú að ég skammast mín fyrir að hafa ekki verið nógu dugleg að blogga. Sokkarnir komu til af því að ég horfði á Family guy í gærkvöldi. Í þættinum var hið alkunna sokkahvarf í þvotti tekið fyrir. Fjölskyldufaðirinn skreið inn í þurkarann til að leita af sér allan grun en hafnaði þá inni í töfralandinu Narníu. Þar tók á móti honum fánninn sem Lucy hitti og hélt hann á týnda sokknum. Mér fannst þetta ógeðslega hroðbjóðslega fyndið atriði. Ég er að hugsa um að breyta nafninu á blogginu mínu í sokkablogg.

Ég beið ekki boðanna og lét verða af breytingunum en aldrei kom ég mér að því að mynda sokkana og má það helst rekja til þess að ég hef ekki enn nennt að hafa fyrir því að læra að setja myndir inn á síðuna. Ég held að það sé kominn tími til að senda sokkahugmyndina í tímabundið frí og hef af þeim sökum breytt nafninu á blogginu enn einu sinni. Kannski smá sjálfsmyndarkrísa.

Þá að öðru; þegar Hafdís var ólofuð menntaskólamær setti hún saman lista yfir þau atriði sem prýða máttu einn mann (þ.e. þann sem hún ætlaði að eignast). Rómantíkin var greinilega allsráðandi í huga yngismeyjarinnar og ég vona bara að listinn góði standi enn fyrir sínu. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma skrifað slíkan lista en ef ég ætti að gera það núna þá yrði hann líklega á þessa leið:

I'm so tired of this vacuum
Need a man to help soon
Don't need a man to make a move on me
I need a man to move in with me

Don't need a man to treat me mean
I need a man to help me clean

Someone who's heaven sent
Someone to help pay rent
Someone to share dreams and wishes
Someone to help me do the dishes

Poppprik fyrir þann sem getur sagt mér heiti lags, hljómsveitar og plötu án þess að svindla. Og munið, ég sé í gegnum holt og hæðir.

3 ummæli:

Steinsen sagði...

Er þetta ekki hin megnaða hljómsveit B52s frá Athens í Georgíu-fylki. Mig minnir að þetta hafi komið út á plötunni "Bouncing Off the Satellites", á því herrans ári 1986.

Ljúfa sagði...

Heiti bands og plötu er svo sannarlega rétt en hvað heitir lagið?

Nafnlaus sagði...

Bloggarðu þá á tánum núna?

KV. AL

 
eXTReMe Tracker