mánudagur, ágúst 23, 2004

Menningarnótt. Missti eiginlega alveg af henni. Fór með elskulegum eiginmanni mínum út að borða á Cafe Operu í hjarta miðborgarinnar. Við vorum í rómantískum hugleiðingum en ekki menningarlegum. Nutum bara samvistanna við hvort annað og unaðslegrar máltíðar. Skröngluðumst upp á þak í þann mund sem flugeldasýningin byrjaði og nutum hennar út í ystu (myrkur?). Fengum skemmtilegan félagskap í stutta stund. Fórum á 22, hittum fullt af skemmtilegu fólki og dönsuðum lappirnar af. Fundum hálfan myndavélasíma fyrir ofan sirkusportið (eigandi óskast). Fórum heim.

2 ummæli:

Hildigunnur sagði...

voru engin skemmtiatriði á óperu þegar þið voruð þar? þar var dagskrá stóran part kvöldsins.

Ljúfa sagði...

Jú reyndar var atriði úr uppáhaldssýningunni þinni að byrja þegar við komum en við vorum send upp til að bíða eftir borði svo að við misstum eiginlega af því, eins var eitthvað verið að tala um Reykjavík 5 en það fór alveg fram hjá okkur.

 
eXTReMe Tracker