miðvikudagur, september 22, 2004

Edie Brickell and the New Bohemians var það heillin. Angistarfulla brúðurin með allt á hreinu nema tengingar við fyrri vísbendingar, leymmér að útskýra. Fyrsti smellur hljómsveitarinnar var "What i am" sem barnakryddið Emma Bunton misþyrmdi svo eftirminnilega. Edie kynnstist Paul Simon við upptökur á Saturday Night Live og nú eru þau gift og eiga þrjú börn.

Ég kolféll fyrir bandinu þegar ég heyrði fyrst í þeim, 13, 14 eða 15 ára og ég beið ein í röð í hljómdeild KEA þegar "Ghost of a dog" kom út. Gömlu Schneider fermingagræjurnar gáfu hins vegar upp andann fyrir ca 5 árum og því hef ég ekki getað spilað vínilinn í laaangan laaaaangan tíma. Þið getið kannski ímyndað ykkur gleði mína þegar ég fann eina eintakið af geisladiskinum sem til er á landinu. Nú tilheyrir það mér (fyrir 1699 kr.).

Þess má svo til gamans geta að þegar ég fór fyrst í heimsókn til þáverandi verðandi eiginmanns (eftir tiltölulega stutt kynni) setti hann "Shooting rubberbands at the stars" undir geislann og það innsiglaði örlög okkar beggja. Ég átti nefnilega bara kasettuna en ekkert kasettutæki.

4 ummæli:

Hafdis Inga sagði...

Ég segi nú bara Edie Who and the Who? og var þó uppi á áðurnefndum tíma. En ég er alveg til í dónaskap. Kemur fyrir að mig langar til að skrifa dónaskap en ég ritskoða það ævinlega. Fróðlegt að sjá hvernig dónaskap aðrir láta flakka.

leifur sagði...

ég segi það sama. Edie who???? Og ég sem er búinn að kanna öll tengsl í sögulegu ljósi milli rappgangstera, simon og og garfunkel og spicegirls og færi örugglega létt með að skrifa lærðar greinar þar að lútandi. En svona geta vísbendingar leitt mann á villigötur :)

Sigga sagði...

Vííííí!!!
Ég vinn sko aldrei þannig að ég er grenjandi einsog fegurðardrottning núna.
Man núna eftir Baby Spice coverinu en var líklega búin að blokkera á þessa viðurstyggð og því tengdi ég ekki.
Hafði ekki hugmynd um að Edie og Paul væru par en óska þeim bara alls hins besta.
Víííí!!!

Ljúfa sagði...

Til hamingju, þú stóðst þig með prýði.

 
eXTReMe Tracker