fimmtudagur, september 23, 2004

Gawd! Ég veit ekki hvort ykkur ("Edie Who and the Who", þeir taki það til sín sem eiga) er viðbjargandi, þetta er svona álíka og að hafa ekki heyrt minnst á Tic Tac Toe. Skólinn hefst hér og nú. Sísí er hins vegar hér með kjörin fegurðardrottning vikunnar (sbr. tárin) en því fylgja samt lítil sem engin fríðindi, nema kannski afrit af Tic Tac Toe smáskífunni minni.

2 ummæli:

Ljúfa sagði...

Jæja, þér er þá kannski viðbjargandi eftir allt saman, greyið mitt. Og hver veit, kannski verður þetta bara fastur liður hjá mér.

Nafnlaus sagði...

Edie Brickell er nú ekki alveg Bítlarnir ,Prefab Sprout eða sambærilegt en alveg one to remember.
Kv. Steini.

 
eXTReMe Tracker