Um daginn rakst ég á svona "ég man" blogg (þó að ég muni alls ekki hvar ég rakst á það). Ég man svosem líka ýmislegt, en þið?
Á meðal þess sem viðkomandi mundi var þegar kostaði 50 kall í sund, ég kalla það ekki að muna sérlega langt. Hér kemur minn listi og mér þætti óskaplega vænt um að þið rifjuðuð upp það sem þið munið í kommentakerfinu.
Ég man
-þegar það kostaði 50 aura í strætó
-ísboltar
-lög unga fólksins
-Jónína Ben með morgunleikfimi í ríkisútvarpinu
-svarthvítt sjónvarp
-fyrsta sería "einu sinni var" í sjónvarpinu
-fyrsta plata Kötlu Maríu
-vinsældarlisti rásar 2
-plastslaufur og satínskyrtur
-broddaklipping með sítt að aftan
-teiknimyndir fyrir tíma talsetningar
-útvíðar buxur áður en þær urðu hallærislegar og svo aftur heitar (mig minnir að ég hafi svarið þess dýran eið að láta aldrei sjá mig í svoleiðis)
-allir söfnuðu servíettum og spilum
-pennavinadálk æskunnar (það var þegar fólk skrifaði alvöru bréf og sendi með sniglapósti)
-leikritið "tordýfillinn flýgur í rökkrinu" í útvarpinu, og líka leikgerð einhverrrar Ævintýrabókar Enyd Blyton á laugardegi í útvarpinu
-óskalög sjúklinga og sjómanna
-hvar ég var þegar ég heyrði um dauða John Lennon (gott ef mamma klökknaði ekki)
-þegar carmenrúllur voru daglegir gestir í hári kvenna
-sauðagærur
-þegar kjúklingar voru algjör sparimatur
-þegar líterskók í gleri dugði fjögurra manna fjölskyldu og vel það, með máltíð
-Jóga drykkur með epla eða jarðaberjabragði
-veggfóður á öllum veggjum
-bravo og pop rocky blöð
-peningar fyrir myntbreytingu
-sindí og deisí dúkkur
Hvað munið þið?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Æði...ég man efttir axlapúðum og neonlitum. og pokapilsum og buxnapilsum, kúkalabbabuxum og indíánabolum. Glærum snúsnúböndum með bleikum gormi inní. Þegar kók í gleri kostaði 28kr og fimmtíukallinn var brúnn bréfpeningur. Ég man líka að það var oftast sól.
Rosa minni er þetta! Ég man varla svona langt aftur. Þó man ég þegar Olof Palme dó og ég man skræpóttu tískuna (um svipað leyti og breikið) og sólgleraugu sem mátti nota sem hárspöng (gjarnan í skærbleikum eða gulum lit), svo rámar mig í einhvern mysudrykk, hét hann ekki Mangó sopi eða eitthvað álíka, það var einhver mysuofurhetja framan á (ekki það að ég hafi drukkið hann). Kannski kemur eitthvað meira úr þokunni seinna.
Ég man þegar skott var í tísku (hártísku), safnað var glansmyndum og límmiðum. Brenni, rc-cola, íscola, góðum teiknimyndum eins og Gummy Bears, Furðuveröld, Prúðuleikararnir og Litlu prúðuleikararnir ofl. Man reyndar ekkert sérstaklega eftir að það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum. Kúkalabbabuxur, túpeiraður toppur, þegar ég sá vídeospólu í fyrsta skipti (vá hvað þetta voru stórar spólur), Dallas, fyrstu vídeótækin, Beta tækin, plötuspilarar og plötur. Þegar það kostaði um 300 kr í bíó. Símstöð, gamli sveitasíminn, hvað stöð 2 var merkileg, þegar RÚV var eina sjónvarpsstöðin og Rás 1 og Rás 2 eina sem við náðum í útvarpinu. Voffar og Trabantar. Lög unga fólksins, Óskalög sjómanna. Sindy dúkkur, 1 l kók í gleri, þegar gos kom í dósum og plasti, fótanuddstækið, Bravo blöðin.
Mér finnst þetta þrælskemmtilegt blogg hjá þér Ljúfa, fær mann til að rifja upp gamla og nauðsynlega tíma :) Þetta er mjög þjóðfræðilegt!
-fyrsta skiptið sem ég bragðaði flögur. Og hvað ég var fyrst fúll yfir því að það ætti að kaupa "flugur" til að borða með sjónvarpinu.
-þegar malbikið kom í hverfið.
-diskótek í Dynheimum. Innrásin frá Mars skreytti veggina (og hljóðkerfið).
-fyrsta skiptið sem ég fékk Mars. Ég gat ekki klárað nema helminginn.
-Krossanesbræluna.
-víkingaskipið á Þjóðveldishátíðinni í Vatnsfirði 1974.
Ég man þetta allt saman. Við erum greinilega á sama aldri. Ég var samt búin að gleyma plastslaufunum. Ég fékk sting í magann þegar ég las um þær. Nú man ég að ég átti bleika með svörtum doppum.
En ég man að ég fór að grenja þegar John Lennon dó. Gott ef við vorum ekki nýbúin að kaupa Double Fantasy. Snökt.
Tóta P.
mín slaufa var lillablá með svörtum doppum, við höfum greinilega verið ofurpæjur.
Ég átti svartann skokk sem ég var alltaf í doppóttri skyrtu innan undir.
Kínaskórnir sem kostuðu þá svona fimmhundruðkall eða minna, don´t let the sun go down on me með Nik Kershaw, maður kóperaði upp á spólu uppáhaldslögin sín úr útvarpinu, breikið, breikís sem var hægt að búa til eitthvað úr spýtunni (sem var úr plasti), glansandi jogginggallar, pokapils, Gremlings, Tripods í sjónvarpinu á fimmtudögum eftir Austurbæjingunum (the eastenders), Malt og kók í 1. lítra glerflöskum og fl. og fl. og fl.
Þetta er skemmtilegt. Ó já ég man eftir mörgu af þessum lista.
-Lög unga fólksins var alveg geggjaður. Við vinirnir lokuðum okkur inní í herbergi og hlustuðum. Sendum kveðjur og fengum kveðjur. Kveðjurnar voru í þessum stíl: Sendum brjálæðislegar, geggjaðar stuðkveðjur...
Óskalögin okkar voru í diskóstíl. Þetta var heilög stund. Það var svo gegt gaman (svo maður spóli afturábak) að rosalega margir unglinar voru akkúrat að gera það sama þetta kvöld, hlusta.
-Svo auðvitað Diskó-stöðunum, Hollywood, Klúbburinn, Sigtún. (USS, maður svindaði sér stundum inn.)
-Þegar bjórlíki var selt á Gauk á Stöng, þá var mikið sótt í þann mjöð.
-Svo loksins var bjórinn lögleyfður, man ekki hvaða ár.
-Fötin, bæti við Álafossúlpunum, smekkbuxur voru líka vinsælar, var þá held ég þegar ég var 12.ára.
-Dót: Dúkkulýsurnar, þær voru frábærar, svo hannaði maður sjálfur föt á þær, flugvélamótelunum sem var verið að dútla við að líma og setja saman, stundum kom einhvert allt annað farartæki út.
-Bækur: Litla gula hænan, Börnin í óláta garði og svo auðvitað fleiri bókum sem eru sígildar, þjóðsögurnar (eftir, Jón Árnason voru í miklu uppáhaldi lengi.)Grimms-ævintýri, Línu Langsokk, Ævintýrum eftir H.C. Andersen og miklu fleiri bækur.
- Sælgæti: Gospillunum, þær voru svo góðar.Sakna þeirra mikið.
-Friggasí-sósu, rosalega góðar sósur oft notað í tartalettur ásamt öðru gumsi, þá aðallega með hangiketi.
Gaman að þú komst með þennan lista.
Takk fyrir að lesa. Nú er ég orðin viðbjóðslega forvitin.
Skrifa ummæli