mánudagur, nóvember 08, 2004

Ég kíki oft á síðuna þína, Ljúfa. Hvernig stendur á myndinni af þér, hún lítur út fyrir að vera af barni. Er hún svona gömul?
Ágúst Borgþór Sverrisson

Þessa kveðju fékk ég í kommentakerfi Pez karlsins og ég held að ég verði bara svei mér þá að svara henni.

Myndin er ekkert mjög gömul, ég er bara svona ungleg. Hún var tekin í ágúst fyrir rúmu ári en þá var ég 29 ára gömul. Vinkonur mínar dressuðu mig upp í illa lyktandi, bleikan krumpugalla og gula plastslá. Þær máluðu bláan eld á andlit mitt og settu bleika tjullspöng í hárið á mér. Svo fórum við og vottuðum samkynhneigðum Íslendingum virðingu okkar og ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að ferðast og fagna með akureyrskum hommum og lesbíum og ekki nóg með það heldur björguðu þau hreinlega lífi mínu þegar ég var nærri dottin aftur fyrir mig af vagninum þeirra. Ég skemmti mér konunglega og var mjög þakklát fyrir að fá að taka beinan þátt í Gay Pride. Mannréttindi eru ekki einkamál gagnkynhneigðra og hana nú! Viku síðar var ég gift kona.

P.S. Löngu orðið tímabært að Ágúst fái hlekk enda lengi búinn að vera í uppáhalds.

1 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Ég þakka skjót svör við knýjandi spurningu. En hvað sem búningnum líður þá hlýturðu að vera mjög ungleg, þú verður eflaust ánægð með þá staðreynd eftir tíu ár og meira.

 
eXTReMe Tracker