mánudagur, febrúar 28, 2005

Það er að afar hollt að hætta að reykja en það getur haft afleiðingar, jafnvel hræðilegar. Síðasta föstudag fann ég orkuna streyma um mig og vissi að ég yrði að koma henni frá mér með góðu eða illu. Ég byrjaði á því að rífa niður stofugardínurnar og þvo þær en það dugði ekki til svo að ég gekk berserksgang í herbergi sonar míns, alla helgina reif ég og tætti (eiginmaðurinn hjálpaði líka pínu, oggulítið), blótsyrðin fuku en þar sem ég var í barnaherbergi lét ég ekkert grófara út úr mér en “ansans ári!” ég sagði það samt svolítið oft en hei, ég á ennþá eiginmann og son sem vilja búa með mér svo að þetta var vel þess virði og drengurinn er að sjálfsögðu alsæll núna. Gallinn við þetta er sá að ég er búin að fá útrás fyrir orkuna og nú er gangurinn hjá mér fullur af drasli sem ég losaði úr herberginu og verð að koma einhvers staðar fyrir. Nú þarf ég að hætta einhverju öðru svo að ég hafi mig í tiltekt í geymslunni, einhverjar uppástungur?

Hér að neðan má sjá myndir af afrakstrinum.

6 ummæli:

leifur sagði...

Ansans ári væri nú gott að hafa eitthvað af þessari framkvæmdagleði þegar maður fær afhent :)

Nafnlaus sagði...

Vá, málaðir þú líka? Væri alveg til í að fá eitt af þessum æðisköstum þínum. :) Ég þarf að hætta einhverju líka, en þar sem ég reyki ekki þá get ég ekki hætt því.

Nafnlaus sagði...

Jei þetta virkaði :) Takk Ljúfa, nú get ég farið að kommenta :)

hulda sagði...

Jahérna!!!
Ég er hætt að reykja og það eina sem gerðist þá var að ég kreisti út úr mér eitt stykki barni:S Hefði gott af því að hætta að reykja aftur og athuga hvað myndi gerast þá:)

Ljúfa sagði...

Leifur: Hvenær fáið þið afhent? Aldrei að vita nema ég fái mér bíltúr austur fyrir fjall.

Edda: Gaman að sjá þig aftur. Mæli samt ekki með því að þú byrjir að reykja til þess að hætta því aftur :)

Hulda: Mér finnst nú eiginlega merkilegra að kreista út úr sér barn en að mála eitt herbergi.

hulda sagði...

Það er nú að verða komið upp í vana hjá mér að kreista þessum krílum út úr mér að mér er hætt að finnast þetta eitthvað tiltökumál;)

 
eXTReMe Tracker