þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Það eru einhverjir ólátabelgir með skæting í kommentakerfinu mínu. Hlustiggjáedda. Ég er risin upp úr pestinni og nú er ég að bíða eftir að losna fullkomlega við fylgifiskana til þess að geta notað líkamsræktarkortið sem ég gaf eiginmanninum umboð til að fjárfesta í, fyrir mína hönd, á meðan óráðið réði yfir huga mínum . Finnst einhverjum þetta vera stolið? Samt allt satt (til hamingju með íbúðina þið þarna!)

Mér finnst gaman að ganga um bæinn og bjóða fólkinu í kringum mig góðan dag. Ég verð eitthvað svo glöð og full trausts á mannkyninu þegar ókunnug manneskja úti á götu kinkar kankvíslega til mín kolli. Íslendingar eru ekki sérlega duglegir við þetta og ég var það ekki heldur á mínum yngri árum, horfði stundum frekar niður eða út í loftið og flautaði ef ég mætti einhverjum. Eftir harðvítuga menntaskólagöngu flutti ég tímabundið til Austurríkis og ég gleymi því aldrei þegar ung kona mætti mér, bláókunnugri manneskju, og heilsaði svona líka vingjarnlega. Mér datt ekki annað í hug en að hún væri að taka feil en eftir nokkra daga var ég farin að heilsa öllum sem ég mætti, á sama hátt. Mér fannst synd að leggja þennan góða sið niður þegar ég kom heim og ákvað þess vegna að gera tilraun á Laugaveginum. Ég valdi fallegan rigningardag til verksins, leiddi reiðhjól við hlið mér þannig að fólk þyrfti kannski aðeins að hafa fyrir því að mæta mér, starði svo brosandi á alla sem ég mætti og hafði upp úr krafsinu tvær kveðjur, báðar af erlendum uppruna. Hvort segir þetta meira um mig eða Íslendinga almennt? Skora á ykkur að prófa þetta.

Ég ætla að fara að dæmi Huldu og þykjast ætla að blogga daglega í viku (hún stefnir reyndar á tvær færslur á dag en ég legg ekki í að lofa því.)

1 ummæli:

hulda sagði...

Það er lifandi!!! Hæ:) Ég saknaði þín...

 
eXTReMe Tracker