fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Ég lofaði víst bloggi á dag. Hef svosem ósköp lítið að segja en ég hafði rétt fyrir mér um íbúðina. Við hringdum bara í eigendurna og fengum að skoða, þetta er akkúrat íbúðin sem ég get hugsað mér að eyða ævinni í, nóg pláss fyrir börn, hund og flugvél, svalir til að drekka morgunkaffið og garður með geitungagildru. Nú er bara að sjá hvort við getum sett saman tilboð sem allir verða ánægðir með. Ég er flutt inn í huganum og hlakka svo til að velja mér borðstofuborð í nýju borðstofuna. Allir að krossleggja fingurna núna.

2 ummæli:

SewPolkaDot sagði...

Fingur og tær eru krossaðar :) Hvar er svo draumahúsið?

Hildigunnur sagði...

allir puttar í kross! Spennandi...

 
eXTReMe Tracker