miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Svo virðist sem mig dreymi einstaklega mikið núna og það koma alltaf reykingar við sögu. Í fyrrinótt og nóttina þar áður reykti ég smá en í nótt var ég alltaf trufluð þegar ég var að fara að kveikja í. Í forföllum var ég beðin að taka að mér lítið hlutverk í stórum söngleik og átti að læra lagið og dansinn fimm mínútum áður en ég fór á svið. David Hasselhof bauð mér í afmælið sitt, hann hélt upp á það í Mosó að degi til, vildi nefnilega vera í Færeyjum um kvöldið. Ég keypti handa honum ódýrustu sængina og koddann í Rúmfatalagernum og pakkaði því inn í væmin rauð og hvít rúmföt. Utan um allt þetta fór fullt af rauðum umbúðapappír og enn meira af límbandi. Á sama tíma var mér boðið í afmæli til Nornarinnar og ég verð að segja að mér tókst betur upp með að velja gjöf handa henni, falleg uppstoppuð rolla og úr. Þessu var pakkað þannig böggullinn leit út fyrir að vera líkkista, silfursvartur glansandi pappír utan um og bleikar rósir ofan á, ótrúlega smart. Það tók heilmikinn tíma að finna þessar fínu gjafir en þegar það var loks afgreitt, settist ég niður með sígarettu til að ákveða í hverju ég ætti að vera. Þá var hringt úr leikhúsinu og mér tilkynnt að það væri beðið eftir mér, ég væri næst á sviðið. Ég ákvað að sleppa afmælinu hans Davids, klára mitt á sviðinu, tjútta svo með Norninni og kveikja seinna í sígarettunni. Ég veit ekki hvernig neitt af þessu fór þar sem ég vaknaði þegar hér var komið sögu. Helvítis raunveruleiki!

5 ummæli:

hulda sagði...

Hahah, varstu ekki þreytt þegar þú vaknaðir?

Nafnlaus sagði...

Jú og það versta er að ég er að drepast úr reykleysi þar sem ég gerði ekkert svoleiðis í nótt.

Gadfly sagði...

Ég verð allavega mjög hissa ef Nornin verður ekki hæstánægð bæði gjöfina og umbúðirnar.

Nafnlaus sagði...

Hvernig leist þér á David? Ég hef hitt kauða. Að vísu nokkuð langt síðan.
Það var ekkert smá af öryggisvörðum, lífvörðum og öskrin, ætluðu mann alveg að æra, þegar hann birtist á skemmtistað sem ég var stödd á ásamt íslenskri vinkonu.
Hann kom til okkar og sagði píp, píp, ýmislegt.!!
Annars skemmtilegur draumur. Rakst á síðuna þína og sá þá meðal annars þetta.
Auður.

Nafnlaus sagði...

Hæ og velkomin.

Hann var óttalega perralegur í draumnum en ég er viss um að það var gaman að hitta hann í persónu :)

 
eXTReMe Tracker