föstudagur, mars 11, 2005

Dýrkeypt Noregsferð?

Ég horfði loksins á ædolið í gærkvöldi. Skil ekki alveg hvaða sérmeðferð Heiða fær stundum hjá dómurunum, mér fannst eins og þeir vildu ekki segja neitt um fyrri flutninginn hjá henni en svo drulluðu þeir yfir Davíð Smára fyrir snilldarflutning, þó hann hafi ekki sungið sérstaklega þá var hann bara svo einstaklega skemmtilegur, mér fannst Heiða hins vegar pínleg á köflum. Bæði stóðu sig svo vel í seinni umferðinni en Davíð þó betur, Hildur stóð sína plikt að vanda. Í staðinn fyrir Davíð hefði ég viljað sjá Siggu og Þorvald detta úr keppni, Búbbi má vera áfram. Sigurvegari í keppninni um bestu útför ever er að sjálfsögðu Kárahnjúkastykkið Davíð Smári. Spái því að Hildur Vala vinni ædolkeppnina og fari í júróvisjón á næsta ári. Heiða gerir plötu með Þorvaldi Bjarna og hlýtur gripurinn nafnið “Bara ég sjálf”, vonandi verður lukkutröllið fjarri góðu gamni við gerð hennar. Davíð Smári syngur aldrei framar ballöðu og verður rokkstjarna Íslands þvert á allar hrakspár.
Mark my words.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker