laugardagur, apríl 09, 2005

Það er svo skemmtilegt við þetta frásagnarform að maður er alltaf að uppgötva nýja bloggara, “uppgötva” er kannski orðum aukið því að suma hef ég lesið í marga mánuði án þess að hlekkja á þá. Bætti úr þessu og gott betur, henti líka út aumingjabloggurum og öðrum sem ég er löngu hætt að lesa.

Ég tók æðiskast á heimavígstöðvunum í dag en það hafði ekkert að segja, bakaði pönnukökur í staðinn og það var mun vinsælla. Af hverju talar maður um að baka pönnsur þegar þær eru í raun og veru steiktar?

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker