sunnudagur, apríl 17, 2005

Ég má til með að blogga pínu núna vegna þess að ég Á að vera að gera annað.

Íbúðin okkar fór í sölu á mánudag og var svo gott sem seld á miðvikudag en endanleg niðurstaða fæst rétt fyrir mánaðarmót. Ef allt gengur að óskum verðum við heimilislaus í mánuð og hvar er betra að vera heimilislaus en í sól og sumaryl? Ég hlakka óskaplega til að losna við nágrannana í kjallaranum, full dag og nótt og gera ekki annað en að rífast og stynja. Óþolandi pakk! Bjakk!

Ég var að kíkja á komment við eldri færslur hér og sá að sum hafði ég aldrei séð áður, hvað þá svarað. Biðst afsökunar ef einhver þarna úti er nú með blæðandi undir af mínum völdum.

Ókei, nú verð ég að halda áfr...

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker