laugardagur, apríl 23, 2005

Hvað kom fyrir kjötið?

Hvernig stendur á því að allt kjöt sem maður kaupir kryddað eða marinerað er brimsalt og nákvæmlega eins á bragðið, hvort sem það er lamba- eða svínakjöt, læri, fillet eða hnakki, rauðvíns- eða koníakslegið, villijurta- eða Heiðmerkurkryddað (sem er víst villijurtakrydd), verkamannaútgáfa úr Bónus eða lúxusútgáfan í Nóatúni? Þetta er bara glæpsamlegur viðbjóður. Ég held að það séu ekki nema tvö ár síðan þetta var öðruvísi, við keyptum stundum rauðvínslegna helgarsteik frá KEA og þótti ákaflega góð þar til ÞEIR fóru að leggja hana í saltpækil. Svo er ómögulegt að elda þetta kjöt þokkalega, þetta soðnar einhvern veginn og tekur óratíma í eldun. Mér þykir óskaplega vænt um kjöt, sérstaklega það sem fer í magann á mér og þess vegna er ég hreint út sagt miður mín yfir þessu. Eru kjötiðnaðarmenn í einhverju allsherjar samsæri? Er þetta þeirra vopn í byltingunni? Ég veit að einhverjir lesendur síðunnar hafa aðgang að innsta hring og óska þess að þeir leiti skýringa á þessu hrottalega athæfi.
Verði ykkur að góðu.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker