fimmtudagur, apríl 28, 2005

Við iPod hjóluðum út í sveit í kvöld og ég söng hástöfum fyrir hann og mann sem við mættum, held að honum hafi þótt ég skrítin en það er allt í lagi af því að ég veit að ég er það. Ég er ekki í jafn góðu formi og ég hélt, smá brekkur reyndust mér ofviða, ég sem hjólaði daglega upp Oddeyrargötuna á mettíma. Ég átti von á að iPod þyrfti að kalla út björgunarsveit en að lokum komst ég þó heim, köld og hrakin og viðurstyggilega þyrst. Úff, ég sem hef svo háleitar hugmyndir um hjóltúrana í Þorpi Satans og nágreni... sem minnir mig á að fyrrverandi tilvonandi kaupendur höfðu ekki kredit svo að þessi gersemi er enn í boði.

Ég er gjörsamlega búin eftir hreyfinguna í hreina loftinu (ekki má gleyma handahlaupinu sem ég mátti til með að sýna syninum í einhverju montkasti, ég hélt að innanlærisvöðvarnir myndu rifna, veit ekki enn hvernig mér líður í bakinu. Hvenær gerðist þetta eiginlega? Ég sem var fimmtán í gær!) svo að ég ætla að hypja mig í háttinn, bless.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker