sunnudagur, maí 08, 2005

Ég er búin að kljást við kverkaskít og slappleika um helgina, fór í grillveislu og borðaði hálft heimaslátrað og heimakryddað lamb, það var gott. Var rétt í þessu að koma úr apóteki og stúlkan sem afgreiddi mig var eitthvað svo óskaplega væn og góð. Kannist þið ekki við það hvað afgreiðslufólk getur glatt mann ótrúlega mikið með smá notalegheitum? God, held að ég sé búin að lesa of mikið af spjallinu á barnalandi.

Mér þótti pólska júróvisjónlagið skemmtilegt.

Ég á eftir að taka saman niðurstöður úr prófinu, geri það einhvern næstu daga. Furðulegir karakterar að sniglast þarna, þekki suma en aðra ekki og skora á Doppfrid og Brand að gefa sig fram.

Bið að heilsa.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker