fimmtudagur, maí 26, 2005


Já, finnst ykkur ég hafa verið lengi í burtu?
Ég skal segja ykkur það að ég lenti í því svakalegasta partýi sem hugsast getur.
Við ókum í sveitina í björtu og fallegu haustveðri og var okkur að sjálfsögðu tekið með kostum og kynjum er við komum á áfangastað. Var þar samankominn stór hluti fjölskyldu minnar og fleiri til. Í sakleysi okkar settumst við fyrir framan kassa nokkurn er sjónvarp nefnist og var hugmyndis sú að horfa á hið margumrædda Júróvisjón en margt fer öðruvísi en ætlað er. Norsku glysrokkararnir höfðu rétt lokið sér af á sviðinu er við skyndilega heyrðum ógurlegan dyn og áður en við vissum af var búið að geisla alla þá sem eldri eru en tuttugu vetra upp í hið svaðalegasta partý sem vitað er um. Þetta partý hefur staðið svo lengi að upprunalegu gestirnir eru löngu dauðir en í þeirra stað tæta og trylla barnabörn og barnabarnabörn þeirra um Vetrarbrautina í leit að glamrokksaðdáendum, stelandi gestum úr öðrum samkvæmum í von um að þeir eigi áfengan drukk. Markverðustu atburðirnir voru þegar ég lenti í hóstakeppni við veiru (?) nokkra og tapaði með glæsibrag og eins var mágur minn lúbarinn er hann spurði kvenkyns veiru eina hvort hún hefði gerst svo fræg að koma til Belgíu. Bróðir minn gerði vísindalega könnun á uppruna þeirra geimveira sem þarna voru samankomnar og niðurstöðurnar voru á þá leið að flestar voru þær af norskum uppruna (Parísardaman hafði rétt fyrir sér með upprunan en það vantaði bara eitt i í spurninguna svo að hún negldi þetta ekki alveg). Það var svo klukkan átta í morgun sem við gátum platað Þrumuguðinn til að geisla okkur heim og ég ver að segja að það er loksins byrjað að renna af mér (þar með hafa Anna og slr líka nokkuð til síns máls) sem betur fer því að börnin eru búin að vera í reiðuleysi síðan á laugardag. Nú held ég að það sé kominn tími til að leggjast í bælið og taka timburmönnunum fagnandi. Á einhver verkjatöflur? (Þar til nú hafði þessi síða ekki verið uppfærð síðan laugardaginn 21. maí og þar með fær bloggvörðurinn líka stig)

p.s. túttunum hér að ofan stal ég af þrándheimskri geimveiru.

p.s.s. hvernig fór Júróvisjón eiginlega?
Posted by Hello

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker