fimmtudagur, maí 19, 2005

Júróvisjónblogg

Austurríki:
Hrottalega klámfengnir mjaltakonubúningar. Hvers vegna í ósköpunum eru Austurríkismenn að syngja á spænsku? Kraftlítið lag sem hefði verið betra ef þau hefðu farið lengra með þjóðlegu áhrifin. Sæt söngkona.

Litháen: Hvað er með augnskuggann og höfuðhnykkina? Hefði verið flottara ef búningurinn væri ekki notaður. Lítil útgeislun og lagið fellur dautt. Flottir lærvöðvar.

Portúgal: Heyrist lítið í söngkonunni, kannski eins gott því að hún er pínu fölsk. Talandi um ljóta búninga. Vibba lag . Steindautt eitís popp.

Moldavía: Mér finnst þetta svolítið skemmtilegt en hefði verið betra sungið á frummálinu. Flottur gæinn með græna gítarinn. Skemmtilegt að hafa eina svona gamla alvöru ömmu með.

Lettland: Góða nótt. Á mörkunum að þeir haldi lagi.

Mónakó: Celine Dion stæling, amk ballaða á frönsku, söngkonan ágæt og lagið svona í skárri kantinum.

Ísrael: Hún nær ekki alltaf tónunum, fáránlegar hnébeygjur í svona kjól. Sílíkonfyllt. GM sagði bakið vanta á kjólinn en það lítur út fyrir að það vanti frekar eitthvað til að halda brjóstunum betur í skefjum.

Hvíta-Rússland: Þú ert að grínast með lúkkið!!! hvenær rífur hún sig úr? OMG! Röddinn sker í eyrun. Fer hún ekki úr meiru? Það hlaut að vera. Minnir á gömlu drottninguna frá Rússlandi sem fór í fýlu yfir því að vinna ekki hérna um árið.

Holland: Ég æli ef þetta kemst áfram. Vá, hún er búin að æfa kókaínkækina hennar Vittneyjar. Talandi um stolin lög. ARG!!!

Ísland: Hjartslátturinn er að sprengja á mér brjóstið. Djöfull er hún kúl! Vantar kannski smá oggu lítinn kraft.

Belgía: Vertu heima Johnny Logan!

Eistland: Var ekki búið að segja Spice girls að vera úti? Væri kannski eitthvað ef það væri einhver kraftur í þeim.

Noregur: Love the outfit! Eins og frægi og ógislega flotti popparinn í fóstbræðrum. Ef Ísland vinnur ekki þá vona ég að þetta geri það. Heyrði þetta lag í dag og hélt að þetta væri eitthvað gamalt og gott frá mínum sokkabandsárum.

Rúmenía: Þessi var greinilega í læri hjá Ruslönu. Breytir því samt ekki að hún er þrususöngkona. Slípirokkarnir áttu að vera heima.

Ungverjaland: Þetta lag finnst mér svolítið skemmtilegt ef hún nær að halda lagi. Rosa Birgittuleg eitthvað. “Ekki er hún Sylvía ógeðslega ljót”

Finnland: Sveittur kall, óttalegur gaulari.

Makedónía: Hvað er eiginlega verið að kvarta yfir íslensku búningunum? Ó, hann er að reyna að ná sæta Grikkjanum frá því í fyrra. Súludansmeyjarnar á bak við hann standa ekki í lappirnar!

Andorra: Hún er ekki jafn svakaleg í framan í myndbandinu. Lagið er hvorki fugl né fiskur þrátt fyrir olíubornu dansarana. Sonur minn tók unaðslega stælingu á dönsurunum.

Sviss: Það er bara eitthvað við hvítklæddar kvennarokksveitir. Cool vibes why don’t you kill me?” Sæt og flink sönkona.

Króatía: Klikkaði slagverksleikarinn er orðinn rosa þreyttur. Lagið gæti samt vel verið verra.

Búlgaría: Óttaleg gufa. Oooo þetta er Lorraine in the rain. Þeir hefðu átt að hafa konu í sturtu á sviðinu. Það hefði getað bjargað miklu.

Írland: Vúhú! Uppáhalds ömurlega atriðið mitt. Strákkjúkklingurinn er eins og ónefndur skólabróðir minn úr MA. Sá er einmitt frægur fyrir sérstakan tónlistarflutning og naumt skammtaðar fiskibollur.

Slóvenía: Þetta er þrælágætt. Minnir að hluta á Ultravox. Smart endir.

Danmörk: Róa sig aðeins í skoppinu. Æ mér hefur aldrei þótt þetta lag skemmtilegt, hvorki í hans flutningi eða annarra.

Pólland: Sko, það eru ekki bara Íslendingar sem senda karlmenn í pilsi í Júró. Þetta er eitt af uppáhaldslögunum mínum í keppninni. Bjútífúl bringa.


Ég spái að þessi komist áfram: Ísrael, Ísland, Moldavía, Noregur, Ungverjaland, Sviss, Slóvenía og Pólland. Svo er spurning með Danmörku og Króatíu.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker