laugardagur, júní 25, 2005

Ég er að niðurlotum komin vegna fyrirtíðarspennu (eða bara almennrar geðvonsku, er ekki alveg viss hvort það er, f.t.s. hljómar bara betur þar sem ég er kona og við megum víst aldrei vera óhressar nema þetta eina skipti í mánuði. Btw, heyrði einhver fréttina um Rússana sem eru víst á hröðu undanhaldi undan lífinu? Mér varð svolítið illt í geðinu þegar greint var frá meðalaldri karlmanna en hvergi var minnst á konur. Mér finnst ég alltaf vera að heyra einhver svona dæmi þessa dagana. Svona eins og með hjartamagnylið (eða hvað það nú var) sem dregur úr líkum á hjartaáföllum hjá körlum en enginn veit ENNÞÁ áratugum seinna hvaða áhrif það hefur á konur. Maður gæti sagt skítt með það ef konur væru bara innan við 10 % jarðarbúa en við erum víst aðeins fleiri en svo. Fokkíngs kallaveldi alltaf hreint!) en vona að folaldalundin sem ég er að fara að elda og ítalska eðalvínið sem okkur tókst að geyma í þrjá mánuði, hressi mig við.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker