mánudagur, september 26, 2005

Mig dreymdi draum.
Ég var að hafa mig til fyrir Franz Ferdinand tónleika þegar ég fékk þær fréttir frá gamalli skólasystur sem starfaði hjá kærunefnd bloggara að einn slíkur hefði margoft kært mig en kærunni alltaf verið vísað frá sem mesta bulli og vitleysu. Bloggarinn hataði mig hins vegar heitt og innilega og fór ekki dult með það á bloggsíðunni www.ljufa.blogspot.com. Hann hafði semsagt, mér til háðs, tekið upp nafnið mitt að viðbættum fáeinum tvöföldum vöffum og opnað eigin síðu, ári eftir að ég byrjaði. Hann (því þetta var svo sannarlega karlmaður) skrumskældi allar færslur mínar á sinni síðu og vann að því hörðum höndum að fá einkarétt á urlinu mínu. Ég þekkti ekki ástæðurnar fyrir þessu einelti, líklega leiddist honum bloggið mitt bara svona óskaplega. Ég missti af tónleikunum þar sem ég fattaði að þeir voru í öðru landi og að ég átti ekki miða.
Kannski er ekki hollt að lesa Pratchett fyrir svefninn.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker